Blak: Gæsilegur sigur Þróttar í fyrsta leik

blak_hk_throtturn_ymir_throtturr_0096_web.jpgÞróttur sigraði HK 3:1, í fyrstu viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna sem fór fram í Neskaupstað í gærkvöldi.

 

HK sigraði fyrstu hrinu leiksins, 25:15, en eftir það snéru Þróttarstúlkur vörn í sókn og sigrðuðu þrjár næstu hrinur, allar með sama mun, 25:22.

Frábært stemning var á leiknum og íþróttahúsið sneisafullt af stuðningsmönnum Þróttar sem létu vel í sér heyra.

Þróttur getur því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar liðin mætast, öðru sinni í Fagralundi í Kópavogi klukkan 19:30 annað kvöld.

Rúmlega sjötíu þúsund krónur söfnuðust á leiknum á reikning til stuðnigns fjölskyldu Daniels Sakaluks sem fórst í bílslysi á sunnudag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.