Orkumálinn 2024

„Besta ákvörðun lífs míns að fara til Þróttar“

Blakkonan María Jiménez kann einstaklega vel sig í Neskaupstað, ef marka má orð hennar í viðtali við spænska íþróttamiðilinn Nostresport.

Þar segir Maria frá því að hún hafi verið búin að setja stefnuna á að spila í annarri superligu á Spáni þegar hún fékk símtal þar sem henni var tjáð að spænskur þjálfari væri að leita að leikmanni í hennar stöðu fyrir íslenskt lið.

„Fyrst var ég efins, en svo rann upp fyrir mér að forsendurnar væru góðar, bæði lífsreynslan og tilboðið. Ég gerði mér grein fyrri að ég gæti ekki látið þetta tækifæri framhjá mér fara og get sagt að þetta sé besta ákvörðun lífs míns,“ segir hin 23ja ára gamla Maria.

Hún útskýrir að félagið sjái henni fyrir húsnæði og hafi haft milligöngu um að útvega henni vinnu í þvottahúsinu á sjúkrahúsinu í Neskaupstað. Hún segist hafa það ágætt í vinnunni, lífið í bænum sé rólegt, umhverfi fallegt og íbúarnir tekið vel á móti henni. Þetta allt geri það að verkum að hún geti vel hugsað sér að spila annað tímabil hérlendis.

Mynd: Blakdeild Þróttar


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.