Orkumálinn 2024

Benedikt tekur við sem formaður UÍA

Benedikt Jónsson hefur tekið við sem formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA). Fráfarandi formaður, Gunnar Gunnarsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs á sambandsþingi UÍA nýlega en hann hefur verið formaður undanfarin níu ár.

„Það er nauðsynlegt að endurnýja stjórnir félagasamtaka reglulega. Flott ungt fólk á milli þrítugs og fertugs hefur verið að taka við í stjórnum aðildarfélaga UÍA og nú fannst mér kominn tími á mig,‟ segir Gunnar Gunnarsson fráfarandi formaður í samtali á vefsíðu UMFÍ þar sem fjallað er um formannsskiptin. . 

"Gunnar hefur vermt formannsstól UÍA samfleytt í níu ár og einn dag en Benedikt kom inn í stjórnina árið 2017. Þrátt fyrir aðeins fjögurra ára stjórnarsetu hefur hann nú þar mestu reynsluna," segir í umfjölluninni á vefsíðunni.

"Í fyrra gengu tveir úr stjórn UÍA og bættust Gunnar og Ester Sigurðardóttir í hóp þeirra sem hætta í stjórn UÍA. Í þeirra stað komu Guðjón Magnússon og Björgvin Stefán Pétursson í stjórnina. Önnur í stjórn eru þær Þórunn María Þorgrímsdóttir og Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, sem er varaformaður UÍA.

Auk þess að hafa verið formaður UÍA í níu ár og einn dag situr Gunnar jafnframt í stjórn UMFÍ. Hann segir enga breytingu verða á því.

„Þvert á móti. Ég hef fundið að áhugi minn hafi færsti í meiri mæli yfir til UMFÍ og get sinnt því betur,‟ segir hann.

Benedikt segist taka við góðu búi. UÍA fagni 80 ára afmæli á árinu, félagið sé með endurnýjaða stjórn og trausta fjárhagsstöðu til að ráðast í þau verk sem þarf að vinna.

Aðildarfélög UÍA eru 15 talsins. Þar á meðal eru Íþróttafélagið Höttur á Egilsstöðum, Ungmennafélagið Austri á Eskifirði, Leiknir á Fáskrúðsfirði og Íþróttafélagið Þróttur á Norðfirði.

UÍA er einn 28 sambandsaðila UMFÍ. Sambandsaðilar UMFÍ skiptast í 21 íþróttahérað og 7 ungmennafélög með beina aðild. Alls eru um 450 félög innan UMFÍ með rúmlega 270 þúsund félagsmenn.

Mynd: Fyrrverandi og núverandi formenn UÍA./umfi.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.