Bekkjarsystkini í blaklandsliðum

Fimm fyrrum bekkjarsystkini úr 2000 árgangi Nesskóla hafa undanfarna daga verið í eldlínunni með íslensku blaklandsliðunum.

Þær Tinna Rut Þórarinsdóttir, Heiða Elísabet Gunnarsdóttir og Valdís Kapitola Þorvarðardóttir voru í kvennalandsliðinu sem spilaði í forkeppni Evrópukeppninnar við Tékka, Finna og Svartfellinga.

Liðið hefur síðustu daga spilað heimaleiki sína í keppninni. Finnar komu fyrstir í heimsókn, síðan Svartfellingar og loks Tékkar en sá leikur var í fyrrakvöld. Íslenska liðið tapaði öllum leikjunum 0-3 en átti þó fínan dag, einkum í fyrstu hrinu, gegn Svartfellingum. Liðið endaði neðst í riðlinum.

Tveir bekkjarbræður þeirra, Atli Fannar Pétursson og Þórarinn Örn Jónsson, spiluðu með íslenska karlalandsliðinu í síðasta mánuði. Öll fimm eru alin upp í Þrótti en spila nú með öðrum liðum.

Stigi fagnað gegn Tékkum, Heiða Elísabet lengst til vinstri, Valdís bláklædd og Tinna til hægri nr. 16. Mynd: Sigga Þrúða


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.