Orkumálinn 2024

„Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi“

„Þetta leggst ótrúlega vel í mig og það er gaman að fá að vera hluti af svona stóru verkefni,“ segir Margrét Sigríður Árnadóttir sem hefur verið ráðin verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ á Egilsstöðum í sumar.


Unglingalandsmótið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina en það var síðast haldið á Fljótsdalshéraði árið 2011 og verður sem fyrr haldið undir nafni Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) í samstarfi við sveitarfélagið Fljótdalshérað.

Margrét er 27 ára, fædd og uppalinn á Reyðarfirði en búsett á Egilsstöðum. Hún starfar sem verkefnastjóri hjá viðburða- og þjónustufyrirtækinu Austurför á Egilsstöðum.

Margrét segir að búast megi við 7-10 þúsund manns á mótið, bæði keppendum, fjölskyldum þeirra og öðrum gestum. „Mótið leggur bæinn svolítið undir sig enda keppt í Selskógi, Vilhjálmsvelli, Fellavelli, Ekkjufelli, sundlauginni og á fleiri stöðum. Keppt verður í 22 greinum í ár, allt frá upplestri yfir í rathlaup, mótorkross, strandblak og fótbolta. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“

„Ég er nýbyrjuð að sitja fundi með Landsmótsnefndininni hér á Austurlandi og undirbúningshóp Unglingalandsmóts hjá Fljótsdalshéraði til þess að fylgjast með stöðu mála, en það eru svo margir sem koma að þessari vinnu,“ segir Margrét.

Búið að staðfesta tónlistarfólk

Margrét segir að staðan á undirbúnignum sé góð. „Það er auðvitað mikil þekking og reynsla innan UMFÍ af því að halda þessi mót þannig að grunnurinn er góður. Við erum búin að staðfesta tónlistarfólkið sem kemur fram og erum að ganga frá flugi og gistingu þessa dagana, en það eru helst þannig mál sem við leggjum áherslu á að klára sem fyrst þar sem þessi helgi er sú stærsta meðal listamanna sem og hótel- og gistihúsaeigenda.

Hér má 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.