Adam Eiður í Hött

Höttur hefur styrkt lið sitt fyrir komandi átök í fyrstu deild karla í körfubolta. Adam Eiður Ásgeirsson hefur gengið til lið við Hött frá Njarðvík.

Adam er 23 ára gamall og lék með Njarðvík í fyrra en veturinn á undan lék hann með bandarísku háskólaliði.


Einar Árni Jóhannsson nýr þjálfari Hattar þekkir vel til Adams en hann þjálfaði hann hjá Njarðvík. Adam mun, ásamt því að spila, verða styrktarþjálfari félagsins.


„Frábær viðbót í félagið og gott skref að fá styrktarþjálfara fyrir yngri flokka til að gera starfið okkar enn öflugra,“ segir í tilkynningu Hattar um Adam Eið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.