Tveir Íslandsmeistaratitlar í fimleikum austur

hottur_fimleikar_feb12.jpgTvö lið frá Hetti hömpuðu Íslandsmeistaratitlum á Selfossi um síðustu helgi þar sem fram fór Íslandsmót unglinga í hópfimleikum í 1. deild.

  Þetta er stærsta mót vetrararins en 52 lið í ýmsum aldursflokkum mættu til leiks. Sigurliðin frá Hetti komu úr fimmta flokki drengja (9-12 ára) og fjórða flokki drengja/blönduðum flokki (12-14 ára).
Alls átti Höttur 54 keppendur í sex liðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.