Orkumálinn 2024

Riðlaskipting í þriðju deild: Þurfum að vera enn duglegri að afla styrkja

leiknir_spyrnir_web.jpg

Breytt riðlaskipting í þriðju deild karla í knattspyrnu hefur í för með sér verulega aukinn kostnað fyrir austfirsku liðin þrjú sem þar spila. Hún gæti samt gert sumarið skemmtilegra knattspyrnulega séð.

Til þessa hefur verið skipt eftir landssvæðum og hafa Einherji Vopnafirði, Huginn Seyðisfirði og Leiknir Fáskrúðsfirði undanfarin ár spilað með liðum í riðli af Norðurlandi. Sindri frá Höfn hefur stundum verið með í hópnum en stundum leitað í suðurátt.

Sindramenn fara þangað í ár og líka hin liðin þrjú, þó ekki saman í riðli. Einherji, Huginn og Leiknir leika í D-riðli með Augnabliki, Álftanesi, Birninum, KH og Skínanda.

„Satt best að segja líst okkur illa á þessa riðlaskiptingu, þ.e.a.s. kostnaðarlega séð. Ferðakostnaður kemur til með að verða mun meiri  og það er spurning hvernig við komum út úr því eftir sumarið en það þýðir ekkert annað en að berjast bara áfram og vera duglegri að afla peninga,“ segir Einar Björn Kristbergsson, formaður Einherja.

„Knattspyrnulega séð þá er þetta meira spennandi heldur en að vera í riðli þar sem spiluð er þreföld umferð.“

Á nýafstöðnu þingi Knattspyrnusambands Íslands var samþykkt að breyta deildafyrirkomulaginu. Núverandi þriðja deild verður að þeirri fjórðu næsta sumar og við bætist ný þriðja deild þar sem spila tólf lið á landsvísu. Árangur liða í þriðju deildinni í sumar ræður því hvar liðin lenda að ári. Hærri ferðakostnaður betri liðanna var því yfirvofandi.

Riðlaskiptingin gæti einnig komið niður á liðunum af Reykjavíkursvæðinu sem ekki bjuggust við að þurfa að leggja út fyrir flugferðum austur á land.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.