Orkumálinn 2024

Höttur tapaði fyrsta leiknum gegn Skallagrími: Myndir

skallagrimur_hottur_karfa_17032012_0010_web.jpg

Höttur tapaði 105-99 fyrir Skallagrími í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum 1. deildar karla í körfuknattleik í Borgarnesi í gær. 

 

 

Heimamenn voru yfir allan leikinn. Eftir fyrsta fjórðung munaði fjórum stigu, 31-27, staðan í hálfleik var 49-42 og eftir þriðja leikhluta 80-68.

Þegar tvær og hálf mínúta voru eftir af leiknum höfðu Borgnesingar 17 stiga forskot, 96-79. Hattarmenn byrjuðu þá að brjóta ákaft á mótherjum sínum sem varð til þess að munurinn minnkaði í sex stig í lokin.

Hattarmenn voru annars í töluverðum villuvandræðum í leiknum. Miðherjinn Trevon Bryant fékk tvær villur þegar rétt rúm mínúta var liðin af leiknum. Það varð til þess að hann spilaði aðeins tæpar 28 mínútur. Hann varð samt stigahæstur Hattarmanna með 23 stig og tók 17 fráköst.

Viðar Örn Hafsteinsson og Bjarki Ármann Oddsson fóru báðir út af með fimm villur, Kristinn Harðarson, Mike Sloan og Bryan luku leiknum allir með fjórar villur. Sloan varð annars næst stigahæstur með 22 stig og þeir Andrés Kristleifsson og Viðar Örn skoruðu 17 stig hvor.

Liðin mætast aftur á Egilsstöðum klukkan 18:00 á sunnudag. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki í rimmunni leikur gegn annað hvort ÍA eða Hamri um laust sæti.

 

Myndir: Stefán Bogi Sveinsson 

 

skallagrimur_hottur_karfa_17032012_0008_web.jpgskallagrimur_hottur_karfa_17032012_0014_web.jpgskallagrimur_hottur_karfa_17032012_0016_web.jpgskallagrimur_hottur_karfa_17032012_0017_web.jpgskallagrimur_hottur_karfa_17032012_0018_web.jpgskallagrimur_hottur_karfa_17032012_0019_web.jpgskallagrimur_hottur_karfa_17032012_0023_web.jpgskallagrimur_hottur_karfa_17032012_0030_web.jpgskallagrimur_hottur_karfa_17032012_0027_web.jpg

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.