Íþróttir helgarinnar: Bikarúrslit í blaki og undanúrslit í körfu

blak_throttur_hk_bikar_0314_web.jpg

Blaklið Þróttar og körfuknattleikslið Hattar standa í ströngu um helgina. Blakliðið tekur þátt í úrslitum bikarkeppninnar en körfuknattleiksliðið mætir Skallagrími tvisvar í undanúrslitum 1. deildar karla.

Þróttur mætir Eik í undanúrslitum bikarkeppninnar í Laugardalshöll klukkan 12:00 á morgun. Þróttur verður að teljast sigurstranglegra liðið gegn Akureyrarliðinu sem komst verulega óvænt í undanúrslitin. Sigurvegarinn mætir síðan HK eða Aftureldingu í úrslitaleik sem hefst 13.30 á sunnudag. Þróttur er ríkjandi bikarmeistari.

Höttur heimsækir Skallagrím í Borgarnes í kvöld í leik sem hefst klukkan 19:15. Liðin mætast síðan aftur á Egilsstöðum á sunnudag klukkan 18:00. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki tryggir sér sæti í úrslitarimmu um laust sæti í úrvalsdeild að ári. Liðin hafa mæst tvisvar í vetur og skipt með sér sigrum. Komi til oddaleiks verður hann í Borgarnesi eftir helgi.

Leikið verður í Lengjubikar karla í knattspyrnu um helgina. Fjarðabyggð og Leiknir mætast í Fjarðabyggðarhöllinni klukkan 20:00 í kvöld og á morgun klukkan 14:00 tekur Höttur þar á móti Fjölni.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.