Orkumálinn 2024

Blak: Ótrúleg endurkoma sem lagði grunninn að sæti í úrslitum: Myndir

throttur_hk_blak_april12_0053_web.jpg

Lið Þróttar Neskaupstað tryggði sér sæti í úrslitum bikarkeppninnar í blaki þegar liðið vann HK í Fagralundi á föstudagskvöld 1-3. Ótrúleg endurkoma í fyrstu hrinu lagði grunninn að sigrinum.

Leikurinn byrjaði ekki vel hjá Þrótti sem strax var kominn 9-10 stigum á eftir. Seinna leikhlé fyrstu hrinu tók þjálfarinn Matthías Haraldsson í stöðunni 14-5 en það bætti lítið úr skák. HK var yfir 19-9 og 20-12 en þá snérist leikurinn snarlega við.

Þróttur jafnaði leikinn í 21-21. HK komst yfir í 24-22 en tókst ekki að tryggja sér sigurinn. Þvert á mót jafnaði Þróttur aftur og vann síðan hrinuna 28-26.

Það var fróðlegt að fylgjast með framhaldinu. Þróttarliðið virtist mjög þreytt í lok hrinunnar eftir að hafa unnið upp forskotið. HK-liðið var á móti búið á sálinni eftir að hafa hent frá sér unninni hrinu.

Líkamlega þreytan hvarf fljótar en sú andlega. Þróttur var framan af annarri hrinu með þriggja stiga forskot en bætti síðan við. Frá því að vera 9-12 fór staðan í 11-17 áður en Þróttur lauk hrinunni með 15-25 sigri.

HK reyndi að klóra í bakkann með breytingu á sinni uppstillingu þar sem Fríða Sigurðardóttir, sem verið hafði uppspilari, fór á kantinn. Það skilaði 25-19 sigri í þriðju hrinu þar sem HK hafði allan tíman undirtökin.

Þriðja og fyrri hluti fjórðu hrinu voru ekki meira en sáramót fyrir Kópavogsliðið. HK var yfir 8-6 en Þróttur komst þá yfir með fjórum stigum í röð. Þróttur hélt tveggja stiga forustu fram í stöðuna 18-18. Hún var jöfn þar til HK náði forustu 22-20 og 23-21. Þróttur jafnaði og áfram var jafnt þar til staðan var 26-26. Þróttur skoraði loks síðustu tvö stigin og vann 26-28.

Norðfjarðarliðið var vel stutt, fjöldi krakka sem voru í Kópavogi til að taka þátt í krakkablaksmóti hrópuðu „Áfram Þróttur“ allan tíman. Þróttur var framan af vetri í vandræðum með að komast í úrslitakeppnina, enda missti liðið marga lykilmenn síðasta sumar. Að slá deildarmeistarana út í tveimur leikjum í undanúrslitum er því enn meira afrek.

Staðan í hinni rimmunni milli Þróttar Reykjavíkur og Aftureldingar er 1-1. Liðin mætast í oddaleik í Mosfellsbæ annað kvöld. Úrslitakeppnin sjálf hefst í höfuðborginni á föstudagskvöld.

 

throttur_hk_blak_april12_0001_web.jpgthrottur_hk_blak_april12_0003_web.jpgthrottur_hk_blak_april12_0008_web.jpgthrottur_hk_blak_april12_0012_web.jpgthrottur_hk_blak_april12_0020_web.jpgthrottur_hk_blak_april12_0038_web.jpgthrottur_hk_blak_april12_0056_web.jpgthrottur_hk_blak_april12_0061_web.jpgthrottur_hk_blak_april12_0067_web.jpgthrottur_hk_blak_april12_0043_web.jpgthrottur_hk_blak_april12_0022_web.jpg

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.