Blak: Fyrsti úrslitaleikurinn í kvöld

throttur_hk_blak_april12_0038_web.jpg

Þróttur heimsækir Aftureldingu í Mosfellsbæ í kvöld í fyrstu viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. Þróttur hefur þar titil að verja.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:00 í íþróttahúsinu að Varmá. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki hampar Íslandsmeistaratitlinum. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sporttv.is.

Liðin mættust í úrslitaleik bikarkeppninnar þar sem Afturelding vann öruggan sigur. Síðan hefur Þróttur styrkt sig sem sýndi sig þegar liðið sló deildarmeistara HK úr leik í undanúrslitum í tveimur leikjum.

Í liði Aftureldingar eru einir fjórir fyrrverandi leikmenn Þróttar auk þjálfarans. Flest þessara vistarskipti urðu síðasta sumar. Mikið breytt Þróttarlið hefur verið á uppleið allt þetta keppnistímabil. Liðið er núverandi Íslandsmeistari en það vann þrefalt á síðustu leiktíð.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.