Austfirðingur valinn nýliði ársins í bandaríska háskólagolfinu

hrafn gudlaugsson verdlaun.jpg

Egilsstaðabúinn Hrafn Guðlaugsson var í vikunni útnefndur nýliði ársins í Southern States Athletic deildinni í bandaríska háskólagolfinu. Hann segir verðlaunin viðurkenningu á þeirri vinnu sem hann hafi lagt fram.

„Það er gaman að sjá að vinnusemin hefur skilað sér. Þessi verðlaun gefa mér aukið sjálfstraust og ég er stoltur af því að vera sá fyrsti úr mínum skóla sem vinnur þau,“ sagði Hrafn í samtali við Agl.is.

Háskóladeildirnar eru nokkrar og er þeim skipt eftir svæðum. Í þessari eru skólar frá Georgíu, Alabama, Suður-Karólínu, Tennessee og Mississippi. Hrafn, sem er fæddur 1990, spilar með Faulkner háskólanum frá Alabama. Sextán skólar senda lið til keppni.

„Framkvæmdastjóri deildarinnar, sem afhenti mér verðlaunin sagði að þetta væri sterkasta deildin,“ segir Hrafn. Hann hefur tvisvar endað í sjöunda sæti, einu sinni í 13. og einu sinni í 14. á keppnistímabilinu. Algengast er að menn séu um fjögur ár í deildinni og eru nýliðarnir um þriðjungur þátttakenda.

„Þetta eru verðlaun þar sem allir þjálfarar deildarinnar koma saman og velja þann sem hefur verið stöðugastur og skarað fram úr af nýliðum deildarinnar. Ég telst því hafa skarað fram úr af öllum þeim sem eru nýir í deildinni.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.