Flugkostnaður KFF sex milljónir króna

kff höttur

Kostnaður við flug meistaraflokka Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar og annars flokks í sumar nemur 5,9 milljónum króna. Formaður félagsins segir þetta gera nánast vonlaust að starfrækja alvöru lið á landsbyggðinni.

„5,9 milljónir takk og þá eru ótaldir bílaleigubílarnir og rúturnar sem liðin okkar þrjú nota til ferðalaga þegar keppt er fyrir norðan og á Höfn. Athugið að hér er aðeins verið að tala um meistaraflokka Fjarðabyggðar og 2. flokk enda heldur Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar aðeins um þessa flokka en yngri flokkar eru aðskildir,“ skrifar Bjarni Ólafur Birkisson, formaður KFF, á vef liðsins.

 

Alls eru þetta 15 ferðir en reynt er að spila fleiri leiki í hverri ferð annars flokks. Það kann á móti að koma niður á árangrinum. Þá eru ótaldir bílaleigubílar, gistinætur og rútuferðir í leiki sem eru nær.

 

Bjarni Ólafur segir þennan kostnað gera landsbyggðarliðunum nær ómögulegt að keppa við liðin á höfuðborgarsvæðinu. Reynt hafi verið að jafna aðstöðumuninn með ferðasjóði íþróttahreyfingarinnar en KFF fái aðeins um 15% kostnaðarins úr honum.

 

„Vonlaust er að starfrækja félag og hámarka árangur þess ef félagið byrjar alltaf hvert fjárhagsár með aukakostnað upp á 4-5 milljónir miðað við flest önnur félög.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.