Leikir KFF og Hattar í beinni á Sportradió

Höttur

Leikjum karlaliða Fjarðabyggðar og Hattar í knattspyrnu um helgina verður lýst beint á vefnum Sportradíó. Fjölmargir leikir eru í boði eystra um sjómannadagshelgina.

Leikur Hattar og BÍ/Bonungarvík í fyrstu deild karla verður beint kl 15:00 á sportradio.is laugardaginn 2.júní og leikur Gróttu og Fjarðarbyggðar kl 14:00 í annari deild og hefst útsending 15 mínútum fyrir leik.fyrir leik.

Sportradio.is sér um að lýsa leikjum frá 1 og 2 deild í sumar og hafa viðbrögðin verið frábær sem af er, að sögn forráðamanna vefsins.

Í þriðju deild karla kemur Augnablik í heimsókn, leikur gegn Einherja í dag og Huginn á Seyðisfirði á morgun.

Í fyrstu deild kvenna kemur Fjölnir austur. Ferð Grafarvogsliðsins hefst á Eskifirði í dag gegn Fjarðabyggð/Leikni en seinni leikurinn gegn Hetti verður á Fellavelli á morgun.

Leiknir heimsækir Álftanes á morgun en í gær tapaði liðið 2-0 fyrir Birninum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.