Blak: Öruggir sigrar í fyrsti leikjunum

Blak kvenna Þróttur Afturelding

Blaklið Þróttar fara vel af stað í fyrstu deild karla og kvenna. Liðin unnu bæði leiki sína gegn Aftureldingu um helgina.

Karlaliðið snéri aftur til keppni í fyrstu deild í fyrsta sinn á þessari öld. Liðið lék tvisvar gegn Aftureldingu, á föstudag og laugardag. 

Fyrri leikurinn fór 3-1 (25-19, 25-21, 23-25, 25-23) og sá seinni 3-0 (25-17, 25-21, 25-19). Matthías Haraldsson var stigahæstur í báðum leikjunum skoraði 20 stig í fyrri leiknum en 18 í þeim seinni.

Stelpurnar voru ekki síðri og unnu þær einnig Aftureldingu, leikur þeirra fór fram á laugardag og endaði hann 3 - 1 (25-13, 25-22, 29-31, 25-15). Lauren Laquerre var stigahæst með 24 stig en Hulda Elma Eysteinsdóttir skoraði 23 stig.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.