Orkumálinn 2024

Blak: Kvennaliðið byrjar vel

Þróttur HK

Kvennalið Þróttar Neskaupstað er ósigrað og efst í fyrstu deild kvenna í blaki eftir fyrstu þrjár umferðarnar á Íslandsmótinu. Karlaliðið tapaði hins vegar báðum leikjunum í borgarferðinni um síðustu helgi.

Kvennaliðið byrjaði á HK á föstudagskvöld og vann þar 1-3 (15-25, 25-19, 25-27 og 20-25). Lauren Laquerre var stigahæst með 22 stig en Hulda Elma Eysteinsdóttir skoraði 19.

Á laugardag vann Þróttur Fylki í Árbænum 0-3 (20-25, 10-25 og 14-25). Hulda Elma skoraði þar 20 stig og Erla Rán 18.

Kvennaliðið er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga, 9 stig, eftir þrjár umferðir og eina lið deildarinnar sem ekki hefur tapað leik. Liðið hefur einnig byrjað á erfiðum andstæðingum, HK og Aftureldingu sem voru helstu keppinautarnir í fyrra. Liðið tekur næst á móti Ými 3. október.

Karlaliðinu gekk ekki jafn vel. Liðið spilaði einnig við Íslandsmeistara HK á föstudag en tapaði 3-0 (25-13, 25-20 og 25-20). Valgeir Valgeirsson var þar stigahæstur með átta stig.

Á laugardag lék liðið gegn hinu þrælsterka liði Stjörnunnar í Garðabæ og tapaði í oddahrinu (25-23, 16-25, 22-25, 25-22 og 15-13).

Liðið leikur næst gegn KA á heimavelli 10. nóvember.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.