Opið Austurlandsmót í Bogfimi

bogfiminamskeid skaust 0004 web
Fyrsta opna Austurlandsmótið í bogfimi verður haldið í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði á morgun. Skipuleggjendur mótsins segja markmiðið að byggja upp mót á alþjóðavísu.

Bogfimi nýtur vaxandi vinsælda á Austurlandi jafnt sem Íslandi. Rúmt ár er síðan byrjað var að stunda greinina á vegum Skotfélags Austurlands (SKAUST) og í kjölfarið fylgdi Skotfélagið Dreki. Félögin standa saman að mótinu á morgun.

„Við viljum koma á stórmóti sem haldið verður á hverju ári,“ segir Bastian Stange hjá Skotfélaginu Dreka. „Markmiðið er ekki bara að laða til okkar íslenska keppendur heldur einnig erlendis frá. Það er markmið okkar í framtíðinni.“

Til leiks á morgun eru skráðir 22 íslenskir bogfimimenn. „Við erum stolt af því að halda þetta mót og hlökkum þegar til þess næsta.“

Mótið á morgun hefst klukkan 12:00 á hádegi og gert er ráð fyrir að það taki um fjóra tíma.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.