130 keppendur á Björnsmóti

bjornsmot11_skdi.jpgUm 130 keppendur voru skráðir til keppni á Björnsmótinu á Skíðum sem haldið var í Stafdal um seinustu helgi. Aðeins var keppt í svigi þar sem aflýsa þurfti keppni í stórsvigi vegna veðurs.

 

Um 130 keppendur voru skráðir til keppni á aldrinum 4-26 ára, þar af 85 keppendur í flokki 10 ára og yngri. Keppendur komu frá Skíðafélaginu í Stafdal (SKIS), Skíðafélagi Fjarðarbyggðar (SFF) og Mývatni (Mývetningu).

Í Starfdal er unnið að uppsetningu á lyftu ofan við þá sem fyrir er. Þegar hún verður komin í gagnið, sem fyrirhugað er á næstu vikum, verður hægt að renna sér ofan af Stafdalsfellinu og verður fallhæðin um 322m.

Í ár eru 45 krakkar á aldrinum 6-14 ára frá Seyðisfirði, Fljótsdalshéraði og Fljótsdal sem æfa hjá skíðafélaginu í Stafdal. Þar fyrir utan er tæplega 20 börn á aldrinum 3-5 ára í Krílaskóla á laugardögum. Á byrjendanámskeið barna voru um 30 krakkar og eru 15-20 fullorðnir á byrjendanámskeiði sem stendur yfir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.