15. febrúar 2023
Léttir og skemmtilegir tónleikar í kirkju- og menningarmiðstöðinni
Á sunnudaginn næstkomandi, konudaginn, verða tónleikar í kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði klukkan 16:00. Tónleikarnir bera heitið Þúst og eru á vegum listamannafélagsins Mela sem var stofnað árið 2019 í þeim tilgangi að efla starfsvettvang listafólks á Austurlandi. Markmið félagsins er að setja upp fjölbreytta og metnaðarfulla listviðburði á Austurlandi en tónleikarnir Þúst eru fimmta verkefni félagsins.