01. mars 2023
Við höfum trú á okkur
Verkmenntaskóli Austurlands komst í undanúrslit Gettu betur ásamt Menntaskólanum í Reykjavík, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og Fjölbrautaskóla Suðurlands. VA mun mæta Fjölbrautaskóla Suðurlands í undanúrslitum og því ljóst að skóli af landsbyggðinni muni keppa til úrslita. VA mætir FSu þann 10. mars þar sem skólarnir keppa um sæti í úrslitum. Úrslitin munu fara fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ.