13. mars 2023 Fjórtán menningarverkefni fá styrk frá Fjarðabyggð Fjórtán menningarverkefni hlutu náð fyrir augun stjórna Menningarstofu og Safnastofnunar Fjarðabyggðar en úthlutunin fór fram í síðustu viku.
13. mars 2023 Verk Stefaníu valið áfram í Upptaktinn af 75 verkum Í febrúar fór fram tónlistarsmiðja Upptaktsins á Austurlandi. Þar voru 15 þátttakendur sem sendu 8 lög í Upptaktinn. Það var verk Stefaníu Þ.V. Áslaugardóttur, „You don't brake me“, sem var valið áfram úr innsendingum tónlistarsmiðju Upptaktsins á Austurlandi og Tónlistarmiðstöðvarinnar.
13. mars 2023 Gettu betur: „Markmiðið var alltaf að komast í undanúrslit" Á föstudaginn síðastliðinn keppti Verkmenntaskóli Austurlands í undanúrslitum Gettu betur gegn Fjölbrautaskóla Suðurlands. Fjölbrautaskóli Suðurlands vann eftir spennandi keppni og tryggði sér sæti í úrslitum. Þar með lauk Gettu betur vegferð VA þetta árið.
Lífið Ásgeir Hvítaskáld frumsýnir myndina Naphorn á sunnudaginn Sunnudaginn næstkomandi frumsýnir Ásgeir Hvítaskáld, rithöfundur, heimildamynd um hellinn í Naphorni. Myndin verður sýnd í Tehúsinu á Egilsstöðum klukkan 20:00. Myndin fjallar um leit hans að hellinum sem hann fjallar um í bók sinni Morðið í Naphorni. Bókin er skáldsaga byggð á sannsögulegum atburðum.
Lífið Dúkkur skapa hlýlegt andrúmsloft á hjúkrunardeildinni Deildarstjóri hjúkrunardeildar HSA í Neskaupstað, Anna Sigríður Þórðardóttir, óskaði eftir dúkkum á hjúkrunarheimilið á Facebook. Hún telur mikilvægt að hafa hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft í kringum fólkið á hjúkrunardeildinni.