13. mars 2023
Leiksýningin Grease frumsýnd á morgun í Egilsbúð
Á morgun, þriðjudaginn 14. mars klukkan 20:00, verður leiksýningin Grease frumsýnd af 9. bekk Nesskóla í Egilsbúð. Löng hefð er fyrir því að 9. bekkur í Nesskóla setji upp leiksýningu og noti ágóðann af því til þess að fara í 9. bekkjar ferðalag saman.