19. apríl 2023
Kannski byrjunin á skemmtilegustu Hammond-hátíð Djúpavogs
„Ég ætla ekkert að fullyrða neitt en það er ákaflega mikið af brottfluttum íbúum sem eru mættir hingað á hátíðina og vonandi er það ábending um að það sé eitthvað spennandi heim á ný að sækja,“ segir Ólafur Björnsson, einn skipuleggjenda Hammond-hátíðar á Djúpavogi þetta árið.