04. júlí 2023
Framkvæmdastjóri SÚN fagnar 40 ára söngafmæli
Árið 1983 tóku sig saman nokkrir ungir drengir og stofnuðu það sem átti eftir að verða ein þekktasta hljómsveit Norðfjarðar, Súellen. Einn af stofnendum sveitarinnar er Guðmundur Rafnkell Gíslason, hann þekkja margir sem Guðmund R eða Gumma Gísla frá Norðfirði, sem dagsdaglega starfar sem framkvæmdastjóri SÚN. Hann fagnar áfanganum með tónleikaferð í vikunni.