18. ágúst 2023
Austfirskir smáframleiðendur bjóða til veislu á sunnudaginn kemur
Standi vilji til að kynna sér vörur og þjónustu smáframleiðenda á Austurlandi gefst vart betri tími til þess en á sunnudaginn kemur þegar fimmtán ára afmæli Beint frá býli verður fagnað sérstaklega í Skriðdal. Innan þess félagsskapar eru eingöngu smáframleiðendur sem búa á lögbýlum í landinu.