15. september 2023
Lyktin ekki allra en börnin hugfangin allan tímann
Þegar Ólöf Þóranna Hannesdóttir, myndmenntakennari í Nesskóla, óskaði eftir kuðungum og skeljum sem börnin gætu teiknað eftir fékk hún betri viðbrögð en hún átti von á. Eitt foreldrið, Ásgeir Jónsson, kom þá færandi hendi með kynstrin öll af mismunandi nýveiddum sjávardýrum.