03. október 2023
Leikara vantar vegna flugslysaæfingar
Á laugardaginn eftir rúma viku verður haldin reglubundin flugslysaæfing á Egilsstaðaflugvelli þar sem allir helstu viðbragðsaðilar æfa sín viðbrögð við flugslysi farþegavélar sem hlekkist á í lendingu. Óskað er eftir leikurum sem áhuga hafa að leika slasað fólk meðan á æfingunni stendur.