09. janúar 2024
Lesendur fyrir austan á öðru máli en lesendur á landsvísu
Notendur Bókasafns Héraðsbúa fylgdu ekki meginstraumi bókasafnsnotenda á landsvísu á síðasta ári. Aðeins ein af vinsælustu bókunum hjá bókasöfnum á landsvísu nær inn á topp 10 yfir vinsælustu bækurnar á Bókasafni Héraðsbúa árið 2023. Sú bók er Reykjavík: glæpasaga eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ragnar Jónasson.