Austfirðingur ársins 2023

Sjö tilnefningar eru til nafnbótarinnar Austfirðings ársins 2023. Kosning er hafin og stendur út mánudaginn 5. febrúar.

Lesa meira

Hver er Austfirðingur ársins 2023?

Austurfrétt hefur staðið fyrir kosningu um Austfirðing ársins frá því að vefurinn hóf göngu sína árið 2012. Nú gefst lesendum tækifæri til að tilnefna þá sem þeir telja eiga heima í kjörinu fyrir afrek á nýliðnu ári.

Lesa meira

Ekki viðeigandi að bílaleiga mælti með brugghúsum

Hertz bílaleigan hefur fjarlægt af vef sínum kynningar um íslensk brugghús eftir ábendingar um að ekki væri viðeigandi að bílaleiga mælti með áfengisdrykkju. Tvö austfirsk brugghús voru á listanum.

Lesa meira

Tók meiraprófið 1962 og er enn að

Hann hefur minnkað vinnu töluvert frá fyrri tíð en hann var um langt skeið kallaður Þrívaktar-Hansi því hann tók glaður að sér allar vaktir sem hugsast gat og það á köflum í heilu sólarhringana. Hann tók meiraprófið fyrir rúmum sextíu árum og er enn að keyra stöku ferðir á rútum og langferðabílum.

Lesa meira

Nóg af þorrablótum um að velja á Austurlandi

Ef matur á borð við súra hrútspunga, kæstan hákarl, rengi eða lundabagga er hátt skrifaður hjá Austfirðingum er aldeilis góð tíð í vændum. Ein fjórtán þorrablót og ein góugleði eru skipulögð í fjórðungnum þetta árið samkvæmt úttekt Austurfréttar.

Lesa meira

Perla saman af krafti fyrir krabbameinssjúka

Ef marka má fyrri slíka viðburði má búast við lífi og fjöri í Nesskóla í Neskaupstað síðdegis á morgun þegar þar fer fram stuðningsátakið Perlað af krafti til stuðnings ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein.

Lesa meira

Hver er Austfirðingur ársins 2023?

Austurfrétt hefur staðið fyrir kosningu um Austfirðing ársins frá því að vefurinn hóf göngu sína árið 2012. Nú gefst lesendum tækifæri til að tilnefna þá sem þeir telja eiga heima í kjörinu fyrir afrek á nýliðnu ári.

Lesa meira

Listaháskólanemar leita í smiðjur Seyðfirðinga

Þrettán manna hópur nema á þriðja ári í Listaháskóla Íslands hefur um tíma verið í sérstakri vinnustofuheimsókn á Seyðisfirði en þeirra heimsókn mun ljúka með opnun sérstakrar sýningar þeirra í Skaftfelli á föstudaginn kemur.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.