Borgfirðingar og gestir þar mega eiga von á góðu fram að mánaðarmótum þegar sjálf tónlistarhátíðin Bræðslan hefst um þarnæstu helgi en þangað til mun Jónas Sig og fjöldi annarra þekkra listamanna stíga á stokk og hita upp í Fjarðarborg.
Stefnt er að því að bjóða íbúum í Fjarðabyggð upp á rafrænt aðgengi í líkamsræktarstöðvar á Reyðarfirði, Eskifirði og Norðfirði frá og með haustinu. Með þessu verður aðstaðan aðgengileg utan hefðbundins opnunartíma.
Olga Vocal Ensemble, alþjóðlegur sönghópur, fagnar 10 ára starfsafmæli í ár og heldur tónleika víðs vegar um Ísland, í kvöld koma þeir fram á síðustu tónlistarstund sumarsins sem fer fram í Egilsstaðakirkju.
Forvitnileg sýning var opnuð fyrr í þessum mánuði á samtímalistasafninu ARS LONGA á Djúpavogi en þar er blandað saman verkum listamanna á borð við Sigurðar og Kristjáns Guðmundssona við önnur og ný verk en alls eiga sextán mismunandi listamenn verk þar til sýnis.
Gangbrautin yfir götuna Hólaland á Stöðvarfirði var um síðustu helgi máluð í regnbogalitunum til að vekja athygli á réttindabaráttu hinsegin fólks. Formaður Hinsegin Austurlands segir mikilvægt fyrir einstaklinga í minni byggðarlögum að finna stuðning.
Í dag hefst listahátíðin LungA með formlegu opnunarhófi í Herðubreið klukkan 17:00. Þátttakendur eru mættir á Seyðisfjörð og hófust námskeiðin í dag, af fullum krafti.
Una Sigríður Jónsdóttir hefur unnið hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði frá fermingu. Hún byrjaði í frystihúsinu en er nú eina konan í fiskimjölsverksmiðjunni. Hún sinnir þar fyrst og fremst gæðaeftirliti þótt hún grípi í fleiri verk.
Fjölskylduvænn fjöltyngis viðburður á íslensku, pólsku, ensku og fuglamáli í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í dag klukkan 14:00. Nanna Gunnarsdóttir, leikkona og Magdalena Tworek leiða fjölskyldur í gegnum 30 mínútna gagnvirka sögustund um farfugla Íslands. Aðgangur ókeypis.
Stöð í Stöð er hafin á Stöðvarfirði. Fjölskylduhátíðin hófst með pompi og prakt fimmtudagskvöldið 6. júlí með bubblubolta fyrir unga sem aldna. Framundan er fjölbreytt dagskrá, Pallaball í kvöld og fjölskyldudagskrá á morgun, laugardag.