


Aðalheiður Borgþórsdóttir hlýtur menningarverðlaun SSA
Aðalheiður Borgþórsdóttir á Seyðisfirði hlýtur menningarverðlaun Sambands sveitarfélaga á Austurlandi í ár. Aðalheiður hefur komið víða við í menningarlífi, bæði Seyðisfjarðar og Austurlands, í hátt í 40 ár.

Fjölbreytt úrval af kartöflum á hátíð í Vallanesi
Hjónin Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir í Vallanesi á Fljótsdalshéraði, sem reka þar matvælafyrirtækið Móður Jörð, efna til Jarðeplahátíðar á laugardag. Þar getur fólk kynnt sér fjölbreytt úrval af kartöflum, kynnst sögu þeirra á Íslandi og smakkað á ýmsum réttum úr þeim.Borgfirskur lundi á lista yfir bestu náttúrulífsmyndir ársins
Mynd af lunda á Borgarfirði eystra með gogginn fullan af fiski er meðal þeirra sem koma til greina sem náttúrulífsmynd ársins í samkeppni tímaritsins National Geographic í Hollandi. Ljósmyndarinn segist hafa skemmt sér stórkosta tímunum saman með að fylgjast með lundanum í Hafnarhólmanum.
„Allir þurfa að vita hvað við eigum í íslenskri náttúru og enginn vill missa“
Ljósmyndasýningin „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ opnaði í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á laugardag í tilefni af 50 ára afmæli Náttúruverndarsamtaka Austurlands. Sýninguna prýða meðal annars myndir af svæði sem fór undir vatn við gerð Kárahnjúkavirkjunar. Aðstandendur sýningarinnar segja nauðsynlegt að þekkja söguna og draga af henni lærdóm.
Múli Craft Brew kynnir bjór með kóríander og mandarínu
Brugghúsið Múli Craft Brew stendur fyrir útgáfuhátíð á Egilsstöðum um helgina á nýjum bjór sínum. Sá heitir Hvítur-Belgian wit og í honum er m.a. kryddið kóríander og mandarínur.
Viljum sýna framleiðendum þátta hve verðmætt efnið getur verið
Austfirskir frumkvöðlar standa að baki vefsetrinu Pardus.is sem er hið fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Þar geta framleiðendur efnis, svo sem hlaðvarpa, selt áskrift að framleiðslu sinni í íslenskum krónum.
Ferðalag sem gengið hefur eins og í fornsögu
Farandkennarar á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hafa þrætt grunnskóla á Austurlandi, alla leið frá Höfn og að Egilsstöðum og kynnt fornsögur fyrir nemendur á miðstigi.