„Við opnuðum í síðustu viku og viðtökurnar hafa verið ekkert minna en frábærar hingað til,“ segir Guðrún Tinna Thorlacius, sem ásamt fjölskyldu sinni hefur opnað gjafavöruverslunina Steinholt & Co í hinu reisulega og þekkta húsi Steinholti á Seyðisfirði.
„Ég hlakka til kvöldsins enda hefst þá hátíðin á nýjan leik þetta sumarið en hún hefur verið haldin allar götur frá árinu 2002 og meira að segja Covid gat ekki komið í veg fyrir að hún hefði verið haldin síðustu tvö árin,“ segir Torvald Gjelde, organisti, en hann hefur allan þann tíma haft veg og vanda af uppsetningu þessarar rammaustfirsku hátíðar.
Um helgina kemur út bókin „Bustarfell: Saga jarðar og ættar“ þar sem rakin er ábúðarsaga jarðarinnar Bustarfells í Vopnafirði, sem sama ættin hefur setið í 490 ár. Ritstjóri útgáfunnar segir þessa samfelldu sögu gera býlið einstakt.
„Þeim fjölgar ár frá ári sem taka þátt í þessu með okkur og þar bæði um heimamenn og aðkomufólk að ræða,“ segir Sævar Guðjónsson, einn skipuleggjandi gönguvikunnar Á fætur í Fjarðabyggð, sem nú er í fullum gangi.
„Þetta var töluvert meira af fólki en ég átti persónulega von á enda var þetta ekki mikið kynnt þannig,“ segir Bergur Már Hallgrímsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar RARIK á Austurlandi.
„Fyrir mitt leyti var þetta bara metnaður til að gera vel það sem maður tekur sér fyrir hendur og hafa fókus á það alla leið í endamarkið,“ segir Ester Rún Jónsdóttir, sem hlaut viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur í íslensku og erlendum tungumálum við útskrift í Verkmenntaskóla Austurlands nýverið. Stúlkan gerði reyndar gott betur því hún hlaut jafnframt raungreinaverðlaun Háskólans í Reykavík fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum á stúdentsprófinu.
Þjóðhátíðardeginum verður fagnað með viðamikilli dagskrá bæði í Múlaþingi og Fjarðabyggð en hjá báðum sveitarfélögum hefur hluti dagskrárinnar verið færður innandyra sökum slæmrar veðurspár fyrir morgundaginn.
Aðstandendur hins vinsæla Dyrfjallahlaups vonast til að bæta þátttökumet í hlaupinu þetta árið og ná 500 keppendum alls. Aðeins rúmlega 100 miðar eru eftir svo líklegt er að það markmið náist.
„Það var töluvert gert grín að því hversu margir Austfirðingar væru í skólanum en það er kannski bara merki um mikinn sköpunarkraft í fjórðungnum,“ segir Rebekka Rut Svansdóttir, sem nýverið útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands, með handrit og leikstjórn sem aðalfög, ásamt fjórum öðrum Austfirðingum.