
Á Borgarfirði eystra ætla menn að toppa jólamarkaðinn í Berlín
„Við hófum þessa vegferð með svona nokkurs konar litlujóladegi 2019 en svo kom faraldurinn. Nú ætlum við hins vegar að byrja aftur og nú verður um töluvert stærri viðburð að ræða sem margir aðilar hér taka þátt í. Draumurinn er að toppa jólamarkaðinn í Berlín og koma Borgarfirði á kortið sem jólaþorpi Austurlands,“ segir Anna Margrét Jakobsdóttir Hjarðar hjá Blábjörgu á Borgarfirði eystra.