Valinkunnir tónlistarmenn hita upp fyrir Bræðsluna með tónleikaröð

Borgfirðingar og gestir þar mega eiga von á góðu fram að mánaðarmótum þegar sjálf tónlistarhátíðin Bræðslan hefst um þarnæstu helgi en þangað til mun Jónas Sig og fjöldi annarra þekkra listamanna stíga á stokk og hita upp í Fjarðarborg.

Lesa meira

Opið lengur í ræktina með rafrænum aðgangi

Stefnt er að því að bjóða íbúum í Fjarðabyggð upp á rafrænt aðgengi í líkamsræktarstöðvar á Reyðarfirði, Eskifirði og Norðfirði frá og með haustinu. Með þessu verður aðstaðan aðgengileg utan hefðbundins opnunartíma.

Lesa meira

10 ára starfsafmæli söngkvintettsins Olga Vocal Ensemble

Olga Vocal Ensemble, alþjóðlegur sönghópur, fagnar 10 ára starfsafmæli í ár og heldur tónleika víðs vegar um Ísland, í kvöld koma þeir fram á síðustu tónlistarstund sumarsins sem fer fram í Egilsstaðakirkju.

Lesa meira

Sextán spennandi listamenn sýna á ARS LONGA á Djúpavogi

Forvitnileg sýning var opnuð fyrr í þessum mánuði á samtímalistasafninu ARS LONGA á Djúpavogi en þar er blandað saman verkum listamanna á borð við Sigurðar og Kristjáns Guðmundssona við önnur og ný verk en alls eiga sextán mismunandi listamenn verk þar til sýnis.

Lesa meira

Máluðu regnbogagangbraut á Stöðvarfirði

Gangbrautin yfir götuna Hólaland á Stöðvarfirði var um síðustu helgi máluð í regnbogalitunum til að vekja athygli á réttindabaráttu hinsegin fólks. Formaður Hinsegin Austurlands segir mikilvægt fyrir einstaklinga í minni byggðarlögum að finna stuðning.

Lesa meira

Listahátíðin LungA hefst í dag

Í dag hefst listahátíðin LungA með formlegu opnunarhófi í Herðubreið klukkan 17:00. Þátttakendur eru mættir á Seyðisfjörð og hófust námskeiðin í dag, af fullum krafti.

Lesa meira

Frábært að geta stokkið á milli landana og rannsókna

Una Sigríður Jónsdóttir hefur unnið hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði frá fermingu. Hún byrjaði í frystihúsinu en er nú eina konan í fiskimjölsverksmiðjunni. Hún sinnir þar fyrst og fremst gæðaeftirliti þótt hún grípi í fleiri verk.

Lesa meira

Ævintýraleg sögustund í Sláturhúsinu

Fjölskylduvænn fjöltyngis viðburður á íslensku, pólsku, ensku og fuglamáli í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í dag klukkan 14:00. Nanna Gunnarsdóttir, leikkona og Magdalena Tworek leiða fjölskyldur í gegnum 30 mínútna gagnvirka sögustund um farfugla Íslands. Aðgangur ókeypis.

Lesa meira

Stöð í Stöð hófst í gær

Stöð í Stöð er hafin á Stöðvarfirði. Fjölskylduhátíðin hófst með pompi og prakt fimmtudagskvöldið 6. júlí með bubblubolta fyrir unga sem aldna. Framundan er fjölbreytt dagskrá, Pallaball í kvöld og fjölskyldudagskrá á morgun, laugardag.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.