01. mars 2024
Klikkað skáld með djassívafi í Egilsstaðakirkju í kvöld
Fyrsti mars er mikilvæg dagsetning. Ekki vegna þess að þann dag kom út fyrsta símaskrá Íslands eða vegna þess að þann dag 1989 var fyrsta skipti hægt að kaupa bjór í landinu. Öllu frekar af því að þann dag, í kvöld nánar tiltekið, fer fram allra fyrsti viðburður nýstofnaðs Listunnendafélags Austurlands.