03. maí 2024
Helgin á Austurlandi: Kántrístæll í messuhaldi á Eskifirði
Austfirðingar ættu flestir að finna eitthvað skemmtilegt í menningar- og íþróttalífinu í fjórðungnum þessa helgina. Kántrímessa heillar eflaust suma og vafalítið verður fjölmennt á vorsýningu Valkyrjunnar á Vopnafirði. Svo verður líf á Fjarðarheiðinni svo um munar því þar fara fram tveir stórir viðburðir.