14. júní 2024
Dularfullt sæskrímsli markar upphaf heljar menningarveislu í Fjarðabyggð
Togari úti fyrir Austurlandi fékk stórt, dularfullt og áður óþekkt sæskrímsli í troll sitt og þurfti í kjölfarið aðstoð við að komast til lands á Eskifirði. Á bakkanum við Vélaverksmiðjuna geta íbúar og gestir á slaginu klukkan 17 á morgun vitnað þetta mikla skrímsli, sem hugsanlega á rætur að rekja í þjóðsögurnar, með eigin augum.