Fjöldi undirritar stuðningsyfirlýsingu

Um sjö hundruð og fimmtíu manns hafa ritað nöfn sín undir stuðningsyfirlýsingu við lækni, sem Heilbrigðisstofnun Austurlands leysti tímabundið undan starfsskyldum fyrir um hálfum mánuði, vegna rannsóknar á störfum hans fyrir Heilsugæslu Fjarðabyggðar.

Lesa meira

María á fullri ferð í Hlíðafjalli

Námskeið Íþróttasambands Fatlaðra  og Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands í samstarfi við NSCD í Winter Park Colorado, USA, fór fram í Hlíðarfjalli dagana 13. - 15. febrúar. Meðal þátttakenda var María Sverrisdóttir frá Egilsstöðum og naut hún aðstoð föður síns við að stýra skíðasleða sem sérhannaður er fyrir hreyfihamlaða.

mara_sverrisdttir__vefur.jpg

Lesa meira

Aukin aðsókn í Íþróttamiðstöð

Mikil aukning hefur verið á aðsókn í íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum frá síðasta ári. Heildaraukning á mætingu í þrek og sund á milli ára er um 20% en verðið hefur staðið í stað á milli ára.

sundmot.jpg

Lesa meira

Erna keppir með skíðalandsliði fatlaðra í USA

Erna Friðriksdóttir frá Egilsstöðum er nú við æfingar og keppni í Winter Park í Colorado en hún kom fyrst á námskeið IF og VMÍ árið 2000. Hún fékk mikinn áhuga á skíðum, fékk stuðning til að kaupa skíðasleða og faðir hennar lærði á skíði til að geta fylgt henni eftir.  Erna hefur nú náð þeim árangri að hún æfir og keppir með landsliði USA í Winter Park en samstarf ÍF, VMÍ og NSCD í Winter Park felst m.a. í að aðstoða  fatlað íslenskt skíðafólk sem vill æfa erlendis.

erna_fririksdttir2vefur.jpg

Útilistaverk í Gleðivík

Sigurður Guðmundsson listamaður, sem oft er kenndur við SÚM-hópinn og hefur lengi búið í Hollandi og Kína, hefur áhuga á að reisa listaverk á þrjátíu og fjórum stöplum sem fyrrum löndunarbúnaður fyrir fiskimjölsverksmiðjuna í Gleðivík var festur á.

sigurdur20gudmundsson.jpg

Lesa meira

Gefur tvær milljónir til endurbóta

Snorri Gíslason frá Papey, nú vistmaður á dvalarheimilinu Helgafelli á Djúpavogi, hefur ákveðið að afhenda Djúpavogshreppi tvær milljónir króna. Á að verja féinu til endurbóta á húsnæði Helgafells, samkvæmt sérstökum samningi þar um. Þegar er hafin vinna að undirbúningi verksins. Í fundargerð hreppsnefndar frá 13. febrúar síðastliðnum þakkar sveitarstjórnin Snorra hina rausnarlegu gjöf.

Starfsmenn Grunnskóla Eskifjarðar styðja yfirlækni

Ályktun starfsfólks Grunnskólans á Eskifirði samþykkt á fundi 18. febrúar.

Starfsfólk Grunnskólans á Eskifirði lýsir stuðningi við Hannes Sigmarsson yfirlækni Heilsugæslu Fjarðabyggðar og harmar þá stöðu sem komin er upp í samskiptum hans við yfirstjórn HSA.

Lesa meira

Iceland Water fær iðnaðarlóð í Reyðarfirði

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að úthluta fyrirtækin Iceland Water International iðnaðarlóð á Hjallaleiru í Reyðarfirði. Iceland Water International sérhæfir sig í framleiðslu gosdrykkja og hefur höfuðstöðvar sínar í Reykjavík.

3001_09_60---water_web.jpg

Ungliðar björgunarsveitanna á sameiginlegri æfingu í Berufirði

Á sjötta tug unglinga var saman kominn á Lindarbrekku í Berufirði um síðustu helgi og var erindið sameiginleg þjálfun. Voru þetta unglingar innan björgunarsveita á Austurlandi og komu frá Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Djúpavogi.

bjorgun_lindarb_feb09__6_.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.