Sýnir portrett af félögum í Ungblind

Björn M. Sigurjónsson portrettlistamaður sýnir níu andlitsmyndir af félögum í Ungblind á efri hæð Sláturhússins á Egilsstöðum 7. mars næstkomandi. Ungblind er félagsskapur blindra og sjónskertra ungmenna.

Lesa meira

Strandmenning og vitar á Austurlandi

Málþingið Strandmenning og vitar á Austurlandi verður haldið í Egilsbúð á Norðfirði næstkomandi laugardag á milli kl. 12:15 og 16:00. Þar um Sigurbjörg Árnadóttir frá Vitafélagi Íslands fjalla almennt um vita og hvað nágrannaþjóðir okkar hafa gert og hvernig. Kristján Sveinsson hjá Siglingamálastofnun fjallar um vitasögu Austfjarða og Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur um strandminjar á Austfjörðum. Þá ræðir Hörður Sigurbjarnarson frá Norðursiglingu á Húsavík um afþreyingu á sjó. Eftir umræður er gestum málþingsins boðið í Safnahúsið á Norðfirði og í kaffi í nýja kaffihúsið Frú Lúlú.

Málþingið er ókeypis og öllum opið.

viti.jpg

Komdu í land - verkefnið á Djúpavogi

Verkefnið ,,Komdu í land" hefur hafið námskeiðaherferð hringinn í kringum landið.  Verkefnið er samstarfsverkefni Útflutningsráðs, Ferðamálastofu og Cruise Iceland samtakanna um að Útflutningsráð standi fyrir fræðslu og ráðgjöf í hafnarbæjum sem eru meðlimir í Cruise Iceland samtökunum.  Næst á að þinga á Djúpavogi.

shipphotoqueenelizabeth2.jpg

Lesa meira

Fá þrjú hundruð milljónir í skuldabréfaútboði

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur ákveðið að taka tilboði um skuldabréf að andvirði þrjú hundruð milljónum króna á 6,6% vöxtum. Er þetta gert til að mæta fjármögnun verkefna á vegum sveitarfélagsins næstu mánuði, en allt í allt mun þurfa um einn og hálfan milljarð króna til að ljúka áætluðum verkefnum á árinu. Þar á meðal er viðbygging við Grunnskólann á Egilsstöðum. Reiknað er með að þrjú hundruð milljónirnar fleyti verkefnum fram til vors en sveitarfélagið mun samhliða leita fleiri fjármögnunarleiða.

fljtsdalshra_lg.jpg

Fjarðabyggð úthlutar menningarstyrkjum

Menningar-, íþrótta- og ferðamálanefnd Fjarðabyggðar úthlutaði í gær styrkjum til menningarmála í sveitarfélaginu. Alls bárust 36 umsóknir uppá rúmlega 15 milljónir króna. Nefndin lýsti yfir ánægju sinni með gróskuna í menningarlífi í sveitarfélaginu sem fjöldi og gæði umsókna endurspegla. Ekki er unnt að styrkja alla en eftir yfirferð umsókna og flokkun þeirra samþykkti nefndin úthlutun á tveimur og hálfri milljón króna.

fjaragbyggarlg.jpg

Lesa meira

Nýr atvinnumálafulltrúi á Fljótsdalshéraði

Á fundi atvinnumálanefndar Fljótsdalshéraðs í gær var ákveðið að ganga til samninga við Þórarinn Egil Sveinsson, í starf atvinnufulltrúa sveitarfélagsins. Alls barst 41 umsókn um starfið, en umsóknarfrestur rann út 6. febrúar síðastliðinn.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið atvinnufulltrúa eru að vinna að þróun sérstakra atvinnuverkefna, meðal annars á sviði ferðamála, að stýra kynningar- og markaðsmálum sveitarfélagsins, vinna að framkvæmd atvinnumálastefnu þess og vera tengiliður Fljótsdalshéraðs við atvinnulífið og stoðstofnanir þess.

rarinn_egill_sveinsson_atvinnuftr.jpg

Lesa meira

Lomberinn á laugardag

Hinn árlegi lomberdagur verður haldinn á Skriðuklaustri næstkomandi laugardag, 28. febrúar. Spilað verður frá hádegi og fram á nótt og eru byrjendur boðnir sérstaklega velkomnir. Nánari upplýsingar á www.skriduklaustur.is.

card17p.jpg

Öskudagur rennur brátt upp

 Einn skemmtilegasti dagur ársins er á morgun -  höldum því þannig og útbúum krakkana okkar á öruggan hátt.

Hér eru nokkrar leiðbeiningar sem gott er að fara eftir:

 skudagur_forvarnahs.jpg

Lesa meira

Þórhallur með ljósmyndasýningu í Saltfisksetrinu

Þórhallur Pálsson, arkitekt, opnar ljósmyndasýninguna ,,Fótmál" í listasal Saltfisksetursins laugardaginn 21. febrúar kl. 14:00. Þórhallur er fæddur 1952 í Keflavík en að ætt og uppruna Austfirðingur. Útskrifaðist sem arkitekt frá Chalmers tækniháskólanum í Gautaborg árið1977 og hefur mest alla starfsævina unnið við skipulagsmál á ýmsum stigum.

Þórhallur byrjaði ungur að taka myndir og hefur gert það með örfáum hléum, allt fram á þennan dag.

thp_mynd-1.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.