Sex ferðir til að hreinsa fjörur Suðurfjarðanna

„Veistu að þetta er bara mjög gaman fyrir okkur öll og jákvætt að geta gert eitthvað gagn í leiðinni,“ segir Eyþór Friðbergsson, einn forsprakka Göngufélags Suðurfjarða.

Lesa meira

Eftirréttameistari býður til borðs á Nielsen

„Afi gamli vildi alltaf að ég yrði læknir eða lögfræðingur en mig langaði að læra einhverja iðn og hér er ég nú,“ segir Ólöf Ólafsdóttir, eftirréttameistari Íslands 2021, sem næstu þrjá dagana býður gestum og gangandi upp á dýrindis eftirrétti á veitingastaðnum Nielsen á Egilsstöðum.

Lesa meira

Að gegla örvar heilann og hjálpar í námi

Að gegla (e. juggle) virðist tilvalin aðferð til að þjálfa heilann til að styrkja námshæfi og fá tilbreytingu milli verkefna. Þjálfari, sem kynnt hefur kosti listarinnar víða um land, segir hægt að ná góðum tökum á gegli á um hálftíma.

Lesa meira

Helgin: Skógardagurinn snýr aftur

Skógardagurinn mikli snýr aftur eftir tveggja ára hlé vegna Covid-faraldursins um. Fjölbreytt menningardagskrá er um allan fjórðung næstu daga.

Lesa meira

Sögur óbyggðanna á Spotify

„Þetta er svona á pari við þær sögur sem við segjum fólki sem kemur hingað á setrið til okkar en mun ítarlegri frásagnir og vonandi nýtist þetta og skemmtir fólki sem áhuga hefur,“ segir Steingrímur Karlsson, hjá Óbyggðasetrinu í Fljótsdal.

Lesa meira

„Eitt að hlusta á plötu, annað að koma á tónleika“

Þjóðlagasveitin Brek mun í vikunni halda fimm tónleika á Austurlandi auk þess að heimsækja hjúkrunarheimili og spila þar í ferðinni. Tónlist hljómsveitarinnar og meðlimir koma úr ýmsum áttum en á sér þó kjarna úr Vestur-Húnavatnssýslu.

Lesa meira

Menningar og listahátíðin Innsævi í Fjarðabyggð hafin

„Það er okkar von að allir, háir sem lágir, finni eitthvað skemmtilegt við hæfi næstu vikurnar og fjölmenni á sem flesta viðburðina á hátíðinni,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson, forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar.

Lesa meira

Bók um Tyrkjaránið á Austfjörðum 1627

Út er komin bókin „Enslaved: The Story of the Barbary Corsair Raid on East Iceland in 1627“ eða „Í ánauð - saga Tyrkjaránsins á Austurlandi,“ eftir Karl Smára Hreinsson og Adam Nichols. Hún er fyrsta heildstæða verkið um Tyrkjaránið á Austfjörðum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.