


Rithöfundalestin færist yfir á Austurfrétt
Í aldarfjórðung hefur verið fastur liður á aðventu að rithöfundar ferðist um Austurland og lesi úr nýútgefnum bókum sínum. Af ferðinni verður ekki í ár vegna samkomutakmarkana en lesturinn færist þess í stað yfir á Austurfrétt.
Myndbönd af austfirskum perlum: Hvatinn að kynna fjórðunginn
Héraðsmennirnir Fannar Magnússon og Hákon Aðalsteinsson hafa tekið höndum saman um að gera stutt myndbönd með myndum af perlum Austurlands sem birt verða á Austurfrétt.
Rithöfundalestin 2020: Allt uns festing brestur eftir Davíð Þór Jónsson
Séra Davíð Þór Jónsson hefur ort 21 trúarljóð undir dróttkvæðum hætti. Ljóðin eru ort við 13 liði hinnar klassísku messu.
Fáir staðir á Íslandi haft jafn mikil áhrif á heimssöguna og Helgustaðanáma
Langur vegur virðist milli færustu vísindamanna mannkynssögunnar og fyrsta íslenska ráðherrans sem sagði af sér embætti. Leiðir þeirra liggja hins vegar saman í silfurbergsnámunni á Helgustöðum við utanverðan Reyðarfjörð. Sérfræðingur sem skoðað hefur sögu námunnar segir fáa staði á Íslandi jafn þýðingarmikla fyrir mannkynssöguna og hana.
Spenna í loftinu og ótti um framtíðina
Mikil spenna og jafnvel kvíðir ríkir meðal Bandaríkjamanna fyrir forsetakosningar í landinu í dag, segir Austfirðingur sem býr í Chicago um þessar mundir. Að vera þar nú hefur opnað augu hans fyrir hve mikið er í húfi fyrir marga.
Rithöfundalestin 2020: Yfir bænum heima eftir Kristínu Steinsdóttur
Yfir bænum heima er nýjasta skáldsaga Kristínar Steinsdóttur. Í bókinni segir frá lífi fjölskyldu á Seyðisfirði á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar, í kreppunni miklu og síðari heimsstyrjöldinni.
Austfirskar perlur: Grágæsir á slóðum Lagarfljótsormsins – Myndband
Myndband af grágæsum á sundi á Jökulsá í Fljótsdal er annað myndbandið í samstarfi myndatökumannsins Fannars Magnússonar og tónlistarmannsins Hákons Aðalsteinssonar við Austurfrétt um myndskeið úr austfirskri náttúru.