Jóna Guðlaug kjörin íþróttamaður Þróttar

Jóna  Guðlaug Vigfúsdóttir  var valin íþróttamaður Þróttar fyrir árið 2008 í vikunni. Hún átti frábært tímabili 2007-2008 með blakdeild Þróttar Neskaupstað en þær unnu þrefalt; urðu deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar kvenna.

vefur_rttur.jpg

Lesa meira

Vegna ráðstefnu um Vatnajökulsþjóðgarð

Vefsíðunni hafa borist svofelld skilaboð vegna aðsendrar greinar Helga Hallgrímssonar náttúrufræðings um Vatnajökulsráðstefnu sem haldin var á Egilsstöðum síðastliðinn föstudag: ,,Ráðstefnan var ekki haldin á vegum Vatnajökulsþjóðgarðs. Vínveitingar í lok ráðstefnunnar voru ekki í boði Vatnajökulsþjóðgarðs. Kveðja, Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs."

Lesa meira

Kyndistöð á Hallormsstað

Um allnokkurt skeið hefur verið unnið að undirbúningi tilraunaverkefnis í húshitun á Hallormsstað. Áætlað er að setja upp tæknivædda kurlkyndistöð sem sér grunnskólanum, íþróttahúsinu, sundlauginni, Hússtjórnarskólanum, hóteleiningu og nokkrum íbúðarhúsum á staðnum fyrir kyndingu, en undirbúningur er nú á lokastigi.

kyndist.jpg

Lesa meira

Helga Jónsdóttir orðuð við ríkisstjórn

Í DV í dag kemur fram að hjá Samfylkingunni hafi í gær komið upp nafn Helgu Jónsdóttur, bæjarstýru í Fjarðabyggð, í tengslum við stjórnarmyndun og ráðherrastóla.

Þegar þetta var borið undir Helgu í dag, sagðist hún ekkert hafa heyrt um þetta og kæmi sér á óvart ef rétt reyndist. Hún væri enda bundin sínu starfi sem bæjarstýra og væri ekki á förum úr því embætti.

helga_jnsdttir_vefur.jpg

Skeytasendingar vegna snjómoksturs

Bréf hafa seinustu vikur gengið milli sveitarstjórna Djúpavogs- og Breiðdalshrepps. Ástæðan er ályktun sveitarstjórnar Djúpavogshrepps um að færa vetrarþjónustu af Breiðdalsheiði yfir á Öxi.

 

Lesa meira

Snarpar hviður í Öræfasveit

Búast má við mjög snörpum vindhviðum í Öræfasveit og NV-lands, að sögn Veðurstofunnar. Norðaustan og austan 8-15 metrar á sekúndu eru víðast hvar á landinu en 13-18 m/s norðvestanlands og með suðausturströndinni. Síðdegis lægir suðaustanlands en áfram verður hvassviðri norðvestantil á landinu. Búist er við rigningu með köflum en slyddu eða snjókomu til fjalla  en úrkomulítið á Norðurlandi og austanlands um hádegi. Hiti verður 1 til 8 stig, hlýjast suðaustanlands. 

Lesa meira

Íbúar á Fáskrúðsfirði stofna íbúasamtök í kvöld

Dreift hefur verið auglýsingu til íbúa á Fáskrúðsfirði þess efnis að mæta í Skrúð í kvöld og stofna íbúasamtök. Fyrsta verkefni samtakanna á að vera að knýja á um að yfirstjórn Fjarðabyggðar hætti við fyrirhuguð áform um sölu áhaldahúss og veghefils af staðnum. Þá mótmæla íbúar fyrirhuguðum niðurskurði hjá slökkviliði og tilfærslu hafnarþjónustu til Reyðarfjarðar.

Ásókn í sjóði Fljótsdælinga

Tvær fjárbeiðnir frá hlutafélögum og hugmyndir um atvinnuuppbyggingu á svæðinu voru á dagskrá fyrsta fundar sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps á árinu.

 

Lesa meira

Norsk-íslensk síld unnin á vöktum

Norsk-íslensk síld er nú unnin á vöktum í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf. Það var færeyska skipið Fagraberg FD-1210 sem kom með um 1.400 tonn til vinnslu. Vinnsla hófst síðustu nótt og stendur fram á laugardag. Á vef SVN kemur fram að starfsmenn fiskiðjuversins taki þessari sendingu frá vinum vorum Færeyingum fegins hendi meðan beðið er eftir að loðnuvertíð fari í gang.

fagraberg201.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.