JónaGuðlaug Vigfúsdóttir var valin íþróttamaður Þróttar fyrir árið 2008 í vikunni. Hún átti frábært tímabili 2007-2008 með blakdeild Þróttar Neskaupstað en þær unnu þrefalt; urðu deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar kvenna.
Vefsíðunni hafa borist svofelld skilaboð vegna aðsendrar greinar Helga Hallgrímssonar náttúrufræðings um Vatnajökulsráðstefnu sem haldin var á Egilsstöðum síðastliðinn föstudag:,,Ráðstefnan var ekki haldin á vegum Vatnajökulsþjóðgarðs. Vínveitingar í lok ráðstefnunnar voru ekki í boði Vatnajökulsþjóðgarðs. Kveðja, Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs."
Um allnokkurt skeið hefur verið unnið að undirbúningi tilraunaverkefnis í húshitun á Hallormsstað. Áætlað er að setja upp tæknivædda kurlkyndistöð sem sér grunnskólanum, íþróttahúsinu, sundlauginni, Hússtjórnarskólanum, hóteleiningu og nokkrum íbúðarhúsum á staðnum fyrir kyndingu, en undirbúningur er nú á lokastigi.
Í DV í dag kemur fram að hjá Samfylkingunni hafi í gær komið upp nafn Helgu Jónsdóttur, bæjarstýru í Fjarðabyggð, í tengslum við stjórnarmyndun og ráðherrastóla.
Þegar þetta var borið undir Helgu í dag, sagðist hún ekkert hafa heyrt um þetta og kæmi sér á óvart ef rétt reyndist. Hún væri enda bundin sínu starfi sem bæjarstýra og væri ekki á förum úr því embætti.
Bréf hafa seinustu vikur gengið milli sveitarstjórna Djúpavogs- og
Breiðdalshrepps. Ástæðan er ályktun sveitarstjórnar Djúpavogshrepps um
að færa vetrarþjónustu af Breiðdalsheiði yfir á Öxi.
Búast má við mjög snörpum vindhviðum í Öræfasveit og NV-lands, að sögn Veðurstofunnar. Norðaustan og austan 8-15 metrar á sekúndu eru víðast hvar á landinu en 13-18 m/s norðvestanlands og með suðausturströndinni. Síðdegis lægir suðaustanlands en áfram verður hvassviðri norðvestantil á landinu. Búist er við rigningu með köflum en slyddu eða snjókomu til fjalla en úrkomulítið á Norðurlandi og austanlands um hádegi. Hiti verður 1 til 8 stig, hlýjast suðaustanlands.
Dreift hefur verið auglýsingu til íbúa á Fáskrúðsfirði þess efnis að mæta í Skrúð í kvöld og stofna íbúasamtök. Fyrsta verkefni samtakanna á að vera að knýja á um að yfirstjórn Fjarðabyggðar hætti við fyrirhuguð áform um sölu áhaldahúss og veghefils af staðnum. Þá mótmæla íbúar fyrirhuguðum niðurskurði hjá slökkviliði og tilfærslu hafnarþjónustu til Reyðarfjarðar.
Norsk-íslensk síld er nú unnin á vöktum í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf. Það var færeyska skipið Fagraberg FD-1210 sem kom með um 1.400 tonn til vinnslu. Vinnsla hófst síðustu nótt og stendur fram á laugardag. Á vef SVN kemur fram að starfsmenn fiskiðjuversins taki þessari sendingu frá vinum vorum Færeyingum fegins hendi meðan beðið er eftir að loðnuvertíð fari í gang.