Föst viðvera læknis á Borgarfirði aflögð

Hreppsnefnd Borgarfjarðar eystra mótmælir því eindregið að að yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands hefur ákveðið að leggja af skipulagðar ferðir lækna á Borgarfjörð. Tók ákvörðunin gildi nú um síðustu mánaðarmót. Hreppsnefndin segir í bókun að dregnar séu í efa þær röksemdir sem færðar eru fyrir ákvörðuninni og verði óskað eftir fundi með yfirstjórn HSA vegna þessa. Áfram verður sinnt vitjunum á Borgarfjörð frá HSA Egilsstöðum.

hsalogo.gif

Nemar úr Listaháskólanum við æfingar á Egilsstöðum

Nemendur úr Listaháskóla Íslands voru í vikunni við æfingar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum og í fjölnotasalnum í Fellabæ. Þau hafa verið átta talsins og eru nemendurnir á þriðja ári á leikarabraut. Ólöf Ingólfsdóttir, aðjúnkt, sem kennir líkamsþjálfun og dans er í forsvari fyrir hópinn.

Lesa meira

Nýr vettvangur fyrir atvinnulausa

Í vikunni hefst á Egilsstöðum samstarfsverkefnið Fólk í atvinnuleit og á það að vera sameiginlegur vettvangur fyrir atvinnulausa. Verður hann í húsnæði svokallaðrar Níu í miðbænum og þar boðið upp á ýmsilegt námskeiðahald og samræðu. Að verkefninu standa Vinnumálastofnun, Fljótsdalshérað, Þekkingarnet Austurlands, Austurnet og AFL Starfsgreinafélag. Í dag eru 375 manns án atvinnu á Austurlandi; 143 konur og 232 karlar. 13.280 eru atvinnulausir á landinu öllu.

Hæsta tré sem fellt hefur verið á Íslandi

Í gær, þriðjudaginn 3. febrúar, átti sér stað sögulegur atburður í Hallormsstaðarskógi en þá felldi starfsfólk Skógræktar ríkisins 22 metra háa alaskaösp. Um er að ræða hæsta tré sem fellt hefur verið á Íslandi. Viðurinn verður nýttur í smíði gufubaðs við Mógilsá.

sauna_2.jpg

Lesa meira

Annir í Listasmiðju Norðfjarðar

Mikið er um að vera hjá Listasmiðju Norðfjarðar þessa dagana og hafa þær konur sem standa fyrir félaginu verið að fá góða styrki sem eflt hafa starfsemi smiðjunnar.

Lesa meira

Sameiningarviðræður hefjist

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs vill að hafinn verði  undirbúningur að formlegum viðræðum við Djúpavogshrepp um hugsanlega sameiningu Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps, en málið hefur verið til umfjöllunar síðustu misseri.

Lesa meira

Vatnavinir með kynningu í Nýheimum

Í dag, mánudaginn 2. febrúar, munu Vatnavinir halda kynningu í ráðstefnusal Nýheima á Höfn klukkan 10:30. Þar mun hópurinn kynna hugmyndir sínar um nýtingu á auðlindinni vatn. Þá verða einnig kynntar hugmyndir sem unnið hefur verið að með ferðaþjónustuaðilum í Hoffelli.

vatn_vefur.jpg

Lesa meira

Nýir eigendur að Hótel Bláfelli

Hótel Bláfell á Breiðdalsvík hefur verið selt. Kaupendur er hjón á besta aldri sem verið hafa við nám í Danmörku, en munu flytja til Breiðdalsvíkur ásamt börnum sínum í endaðan mars.

Kristín Ársælsdóttir og Njáll Torfason hafa rekið hótelið síðastliðin tíu ár. Kristín segir söluna frágengna, en að hinir nýju eigendur taki ekki við staðnum fyrr en í enda mars og hótelið verði lokað um óákveðinn tíma. Kaupverð fæst ekki uppgefið.

hotelpic.jpg

Lesa meira

Ingunn tekur við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Ingunn Anna Þráinsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs frá 1. febrúar. 11 umsækjendur voru um starfið. Ingunn er frá Egilsstöðum, er grafískur hönnuður og listamaður og hefur starfað hjá Héraðsprenti. Hún hefur gjarnan farið ótroðnar slóðir í verkum sínum og getið sér góðs orðs fyrir frumlega íslenska hönnun.

slturhs_2_vefur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.