Eskja harmar vinnubrögð sænska sjónvarpsins

Eskja hf. á Eskifirði hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem umfjöllun sænska ríkissjónvarpsins um mjölvinnslu fyrirtækisins í þættinum Uppdrag Granskning sem sýndur var 25. febrúar er hörmuð. Í þættinum var rætt við Hauk Björnsson, þáverandi framkvæmdastjóra Eskju og Hauk Jónsson verksmiðjustjóra. Fréttaauki Sjónvarps fjallaði um þátt sænska sjónvarpsins í gær. logo.gif

Lesa meira

700IS vika framundan

Hátíðin 700IS hreindýraland.is var formlega opnuð í gærkvöld í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Ávörp fluttu Þórunn Hjartardóttir, verkefnisstjóri hátíðarinnar, Karen Erla Erlingsdóttir, menningar- og frístundafulltrúa Fljótsdalshéraðs og Áslaug Thorlacius, formaður SÍM og myndlistarmaður og opnaði hún sýninguna. Sýndar eru sjö myndbandsinnsetningar í Sláturhúsinu og óhætt að segja að þær eru forvitnilegar og gjörólíkar innbyrðis. Kristín Scheving er sem fyrr framkvæmdastjóri hátíðarinnar og upphafsmaður hennar. Karen Erla færði henni sérstakar þakkir fyrir ferskt og áhrifaríkt framlag til menningarstarfs í þágu sveitarfélagsins.

 

hreindýraland

Lesa meira

Bikarmót SKÍ í Oddsskarði

Bikarmót Skíðasambands Íslands í flokki 13 til 14 ára verður haldið í Oddsskarði á laugardag og sunnudag.  Veðurútlit er með ágætum. Mótið er skipulagt af Skíðafélagi Fjarðabyggðar og fjórir af hátt í níutíu keppendum úr Fjarðabyggð. Keppendur koma af öllu landinu. Nánari upplýsingar um mótstilhögun fást á vefsíðunni www.oddsskard.is.

oddsskard_feb_2008_098.jpg

Lesa meira

Ungir Reyðfirðingar fara á kostum

Árshátíð Grunnskóla Reyðarfjarðar var haldin fyrir fullu húsi síðastliðið miðvikudagskvöld. Þema hátíðarinnar var Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva Eurovision eða Reyðóvision. Meðal frábærra skemmtiatriða var  frumsamið þungarokk, skrautlegt Eurovisionpartý, áheyrnarprufur þar sem ólíklegustu þátttakendur birtust og lifandi póstkort frá Íslandi. Nemendur fóru hreinlega á kostum í hlutverkum sínum og það var sungið, spilað á hljóðfæri, dansað og leikið af hjartans lyst.

Reyðarfjörðurársh 

Lesa meira

LME frumsýnir Go.com Air í kvöld

Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum, LME, frumsýnir í kvöld kl. 20 leikritið Beðið eftir Go.com Air, (Go-dot-com Air) eftir Ármann Guðmundsson. Leikritið fjallar um hóp Íslendinga sem eru staddir í flugstöð erlendis á leið heim. Þeir lenda í ýmsum hrakningum, sem skapast af seinkun á fluginu.

ti0126096.jpg

 

Lesa meira

Verktakar gætu átt möguleika erlendis

Verkefnastaða jarðvinnuverktaka á Fljótsdalshéraði er þokkaleg fyrir komandi vor og sumar. Austfirskir verktakar gætu mögulega leitað eftir verkefnum fyrir stóra erlenda aðila eins og Bechtel á erlendri grund.

13_29_29---tracked-digger-bucket-working-in-a-river_web.jpg

Lesa meira

700IS Hreindýraland hefst á morgun

Alþjóðlega kvikmynda- og myndbandshátíðin 700IS Hreindýraland opnar annað kvöld með pomp og prakt í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.
700IS hverfist í ár um myndbandsinnsetningar átta listamanna. Fjórir gestasýningarstjórar frá svipuðum hátíðum eru einnig komnir á svæðið og sýna verk sín.
Sjá nánar á vefnum www.700.is. Hér í framhaldinu er birt dagskrá hátíðarinnar.

700is_juliesparsdamkjaer.jpg

Lesa meira

Vara við endalokum íslensks landbúnaðar innan vébanda Evrópusambandsins

Aðalfundur Landssamtaka sláturleyfishafa, haldinn í Reykjavík 19. mars 2009, varar eindregið við hugmyndum um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. ,,Það er alveg ljóst að innganga Íslands í Evrópusambandið myndi á fáum árum orsaka endalok íslensks landbúnaðar eins og hann er í dag. Þúsundir starfa myndu tapast og breyting verða á byggð landsins. Matvælalegt sjálfstæði þjóðarinnar verður ekki tryggt nema með öflugum íslenskum landbúnaði," segir í ályktun samtakanna.

1012288.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.