Hanna Elísa áfram

Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir, úr Djúpavogshreppi, er komin í sjö manna úrslit Idol-Stjörnuleitar.

 

Lesa meira

Lífið endurmetið

Sæmundur Þór Sigurðsson vann það afrek á dögunum að ganga á hæsta fjall veraldar utan Himalaya, tind Aconcagua í Andesfjöllunum í Argentínu, skammt frá landamærum Chile.

aconcaca_fjall_vefur.jpg

Lesa meira

Atvinnuleitarmiðstöð opnuð í Fjarðabyggð

Í gær var staðfest samkomulag um rekstur miðstöðvar fólks í atvinnuleit í Fjarðabyggð. Hún verður til húsa að Búðareyri 1 á Reyðarfirði, en einnig verður þjónustu við atvinnuleitendur sinnt í starfsstöðvum AFLs og Þekkingarnets Austurlands víðar í Fjarðabyggð. Þegar er búið að ráða starfsmann til miðstöðvarinnar og er það Guðrún Sælín Sigurjónsdóttir. 475 eru nú skráðir atvinnulausir á Austurlandi, 295 karlar og 180 konur.

atvinnuleit_vefur_3.jpg

Lesa meira

Reyndi að kveikja í sjálfum sér

Ofurölvi maður reyndi að kveikja í sér á Reyðarfirði aðfararnótt sunnudags. Atvikið átti sér stað eftir lokun skemmtistaðar í bænum. Maðurinn hellti á sig bensíni og bar eld að fötum sínum. Snarræði lögreglu varð til þess að maðurinn hlaut aðeins minniháttar brunasár.

Hrapalleg mistök í Gettu betur

Davíð Þór Jónssyni, tengdasyni Fljótsdalshéraðs og dómara í Gettu betur, urðu á hrapalleg mistök í úrslitakeppninni í kvöld.

 

Lesa meira

Ný fatabúð á Stöðvarfirði

Stöðvarfjarðardeild Rauða kross Íslands opnar í dag verslun með notuðum og nýjum fatnaði. Verður hún til húsa hjá deildinni að Fjarðarbraut 48, Heimalundi, á móti gömlu símstöðinni á Stöðvarfirði. Þóra Björk Nikulásdóttir er formaður Stöðvarfjarðardeildar RKI.

fatakistur.jpg

 

Frú LúLú lokkar

Hákon Guðröðarson hefur opnað kaffi- og menningarhús í Bakka í Neskaupstað. Húsið, sem hefur bæði sögu og sál, er þekkt sem verslunarhús síðan um aldamótin 1900 og Norðfirðingar þekkja það sem búðina hans Bjössa að Bakka. Húsið hefur nú fengið nýtt hlutverk sem Frú LúLú.

gurur_hkonarson_vefur.jpg

Lesa meira

VG opnar kosningaskrifstofu

Vinstri græn opna formlega kosningaskrifstofu flokksins í Kaupvangi 5 á Egilsstöðum í dag. Í tilkynningu frá flokknum segir að frambjóðendur verði á staðnum og boðið verður upp á tónlistaratriði. Skrifstofan opnar kl. 16.

vg_logo_rautt_web.jpg

Fullveldissinnar draga framboð til baka

L – listi fullveldissinna mun ekki bjóða fram í komandi Alþingiskosningum  og hefur dregið framboð sitt til baka, að sögn vegna ólýðræðislegra aðstæðna. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi sem haldinn var í Hafnarfirði í gær. Hreyfingin mun áfram starfa sem frjáls framboðs- og sjálfstæðishreyfing.

l-listinn_enginn-bakgrunnur.gif

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.