Orkumálinn 2024

Ævintýrið 1939

70 ár frá byggingu Gunnarshúss á Skriðuklaustri: 

Í dag, 1. maí, verður opnuð sýning á Skriðuklaustri í tilefni 70 ára frá byggingu hins einstæða húss Gunnars Gunnarssonar skálds. Á sýningunni er í máli og myndum sagt frá þessu ótrúlega ævintýri 1939 þar sem hátt í hundrað manns unnu sex daga vikunnar frá vori og fram að jólum við að reisa stórhýsið.

imageriuklaustur.jpg

Lesa meira

Fá viku í viðbót á grásleppuna

Sjávarútvegsráðherra ákveð í gær að lengja veiðitíma grásleppu um viku og verður þannig við beiðni Landssambands smábátaeigenda. Verð á grásleppuhrognum er í sögulegu hámarki. Grásleppuveiðar voru heimilaðar í fimmtíu og fimm daga en það hefur nú verið lengt í sextíu og tvo daga, sem gefur grásleppukörlum aukið svigrúm til veiðanna.

Tapaði fimmtíu milljónum króna

Fljótsdalshreppur tapaði um fimmtíu milljónum króna við hrun bankakerfisins í haust. Fjármunirnir voru í Peningamarkaðssjóði í eignastýringu hjá Landsbankanum. Ekki er enn ljóst hvernig öðrum fjármunum sem voru í eignastýringunni reiðir af, því hluti skuldabréfasjóða hefur ekki enn verið opnaður fyrir markaði. Um 2/3 fjármuna félagsins voru ávaxtaðir á innlánsreikningum í bankanum og urðu ekki fyrir skakkaföllum við hrunið.

225629_218_preview.jpg

Lesa meira

Borgarahreyfingin vill hraða aðgerðum

Þinghópur Borgarahreyfingarinnar lýsir áhyggjum sínum af hægagangi og foringjastjórnmálum í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Segir í tilkynningu að þinghópurinn hvetji til víðtækara samráðs við nýkjörið þing, sem verði kallað saman hið fyrsta. Mótmæli við Alþingi sl. janúar hafi ekki snúist um Evrópusambandið heldur um bankahrunið og aðgerðarleysi stjórnvalda. Brýn mál er varða aðstoð við heimilin og fyrirtækin í landinu verði að hafa forgang.

alingi.jpg

Útgáfuhátíð og 80 ára kaupstaðarafmælis minnst

Í kvöld verður í Egilsbúð í Neskaupstað efnt til útgáfuhófs vegna útkomu bókarinnar Norðfjarðarsaga II, eftir Smára Geirsson. Jafnframt verður 80 ára afmælis kaupstaðarréttinda bæjarins minnst. Lesið verður úr hinni nýju bók og tónlistarskólinn býður upp á tónlistaratriði. Bók og veitingar seldar á staðnum. Hátíðin hefst kl. 20:30 og eru allir velkomnir.

a9955e3e1be4eef5.jpg

Hallormsstaðarskóli í úrslitum Skólahreysti á morgun

Úrsliti í Skólahreysti  MS verða á morgun fimmtudag í Laugardalshöll 30.apríl og hefst keppnin í beinni útsendingu á RÚV kl.20:00. Nú hafa 110 skólar lokið keppni í níu undankeppnum og eru það eftirtaldir skólar sem sigruðu sinn riðil og náðu sér í þátttökurétt í úrslitamóti: Hallormsstaðarskóli, Foldaskóli, Gr.Ísafjarðar, Gr.Siglufjarðar, Háteigsskóli, Heiðarskóli, Hvolsskóli, Lindaskóli, Rimaskóli, Salaskóli, Varmalandsskóli og Þelamerkurskóli.

sklahreysti.jpg

Lesa meira

Fjarðabyggðarkrakkar til mikils sóma

Í síðustu viku voru Andrésarleikarnir haldnir á Akureyri í þrítugasta og fjórða skiptið.  Að þessu sinni voru 792 keppendur skráðir til leiks og þar af komu 69 keppendur frá Fjarðabyggð.  Fjarðabyggðarkrakkarnir vöktu sérstaka athygli því þeir röðuðu sér á glæsilegan máta upp í skrúðgöngu sem var hluti setningarhafhöfn leikanna. Allir krakkarnir voru með Fjarðabyggðarbuff á höfðinu þannig að það fór ekki milli mála hvaðan þau komu. Var það mál manna að þarna hefði komið til leikanna einkar föngulegur og prúðmannlegur hópur.

andrsarleikar.jpg

Lesa meira

Undirskriftasöfnun gegn HSA

Hafin er undirskriftasöfnun á Eskifirði þar sem skorað er á yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands að segja af sér. Ástæðan er reiði íbúa yfir þeirri ákvörðun stofnunarinnar að fá lögreglu og í kjölfarið ríkissaksóknara til að rannsaka embættisfærslu yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar, en íbúar telja meintar ávirðingar læknisins úr lausu lofti gripnar af HSA. Lögreglan á Eskifirði og ríkissaksóknari hafa sem kunnugt er fallið frá rannsókn. Íbúarnir vilja nú að stjórnendur HSA axli ábyrgð.

Lesa meira

Starfsmenn Malarvinnslunnar fá laun

Ábyrgðarsjóður launa hefur hafið greiðslu launa, orlofs og annarra réttinda sem starfsmenn Malarvinnslunnar á Egilsstöðum áttu við gjaldþrot fyrirtækisins.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.