Fjarnám úr stofunni heima

Fjórar námsbrautir hefjast í haust hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Allt sem þarf til að stunda fjarnám hjá Endurmenntun er nettengd tölva. Það skiptir því engu máli hvar viðkomandi er staddur á landinu. Endurmenntun Háskóla Íslands hefur frá árinu 2005 kennt  námsbrautir sem hægt er að stunda í fjarnámi.

hi.jpg

Lesa meira

Mismunun og umburðarlyndi í ljósi sögu

Nýlega kom út hjá Edizioni Plus í Písa ritið Discrimination and Tolerance in Historical Perspective í ritstjórn Guðmundar Hálfdanarsonar prófessors í sagnfræði við Háskóla Íslands. Í bókinni eru 22 greinar eftir 40 höfunda frá 16 löndum, en allir höfundarnir eru þátttakendur í öndvegisnetinu CLIOHRES.net, sem er styrkt af vísindaáætlun Evrópusambandsins. Verkefnið er til fimm ára og er skipulagt af 45 háskólum með þátttöku 180 fræðimanna frá 31 landi úr mismunandi fræðigreinum; sagnfræði, landafræði, listasögu, málvísindum, guðfræði, félagsfræði og heimspeki.

discrim_toleration.jpg

Lesa meira

Guttormslundur grisjaður í síðasta sinn

Þriðjudaginn 28. apríl var hinn sjötíu ára gamli Guttormslundur á Hallormsstað grisjaður í síðasta sinn.

Gróðursett var til Guttormslundar árið 1938 og er hann því rúmlega sjötugur. Hann er um hektari að flatarmáli og upphaflega voru gróðursettar þar um 5000 lerkiplöntur. Hann hefur verið grisjaður nokkrum sinnum, fyrst 1952 en síðast 1996 niður í rúmlega 600 tré. Við grisjunina nú verður um helmingur trjánna felldur og munu því standa eftir rúmlega 300 tré, en það er hæfilegur fjöldi miðað við hæð trjánna, sem er tæplega 20 metrar að meðaltali. Hæstu trén eru rúmlega 22 metrar.

lumburjakar1l.jpg

 

Lesa meira

Vegur í Skriðdal boðinn út

Vegagerðin hefur auglýst vegagerð á hringveginum í Skriðdal. Um er að ræða 11 kílómetra langan kafla. Þar af verða 4,7 kílómetrar endurbyggðir en 6,3 kílómetrar verða nýr vegakafli. Vegalínan mun ýmist liggja um núverandi veg, tún eða mjög lítið grónar eða ógrónar áreyrar. Nýjar brýr verða byggðar yfir Þórisá, 10 metra löng, Eyrarteigsá, 14 metrar, og Jóku, 32 metrar. Einbreiðar brýr eru yfir þessar ár á núverandi vegi. Allar verða brýrnar tvíbreiðar með 8,5 metra breiðri akbraut og hálfs metra breiðum bríkum.

Tilboðum í verkið á að skila fyrir 19. maí. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. ágúst 2011.

 

Stuðningyfirlýsing við kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna

 

Þinghópur Borgarahreyfingarinnar lýsir yfir stuðningi við meginkröfur Hagsmunasamtaka heimilanna. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna íbúðarskulda ganga alltof skammt. Ekki nægir að bregðast við vanda heimila sem þegar eru komin í þrot. Gera þarf ráðstafanir til að koma í veg fyrir að tugþúsundir heimila fari sömu leið.

borgarahreyfingin.jpg

Lesa meira

Vilja Sauðarkofa inn í aðalskipulag

Á síðasta fundi hreppsnefndar Fljótsdalshrepps var bókað að sveitarstjórn þætti miður að Sauðarkofi og starfsemi sem honum fylgi séu í uppnámi. Fljótsdalshérað hafnaði í aprílbyrjun umsókn frá Jóni Þór Þorvarðarsyni um byggingarleyfi vegna Sauðarkofa. Í stað þess var honum gefinn frestur fram í mars á næsta ári til að fjarlægja kofann sem þar stendur. Fljótsdalshreppur hvetur Fljótsdalshérað til að setja Sauðárkofa inn á nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins, svo hann geti áfram þjónað hlutverki sínu sem áningarstaður gangna- og hestamanna.

Handverk, hönnun og fagrar listir á Djúpavogi

Þann 9. maí næstkomandi stendur Tengslanet austfirskra kvenna, TAK, fyrir mikilli handverks-,  hönnunar- og listakynningu á Hótel Framtíð á Djúpavogi. Lagt var upp með að fá eina konu úr hverju bæjarfélagi frá Hornafirði til Vopnafjarðar til að kynna verk sín og rekstur, en ásókn og áhugi á þessu er svo mikill að fleiri en tuttugu og þrjár konur munu kynna og enn bætist í hópinn. Fjölbreytileikinn verður í fyrirrúmi og allar konur sem vilja kynna sér íslenskt handverk, hönnun og listir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

langab_vefur.jpg

Lesa meira

Þorskafli frá upphafi fiskveiðiárs rúm 113 þúsund tonn

Frá byrjun fiskveiðiársins til 29. apríl sl. var þorskafli íslenskra skipa sem reiknaður er til aflamarks orðinn 113.205 tonn sem er 72,5% af leyfilegu aflamarki yfirstandandi fiskveiðiárs. Þetta er nokkuð minna nýtingarhlutfall sé miðað við sama tíma í fyrra þegar búið var að veiða 75,6%. Ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að auka aflamarkið um 30 þúsund tonn í janúar sl. gæti þar haft einhver áhrif.

gapandi_torskur.jpg

Lesa meira

Fjarðaálsmóti í 4. flokki lokið

Í gær fór fram í Fjarðabyggðarhöllinni þriðja Fjarðaálsmótið í ár, 4. flokkur karla og kvenna. Mótin fóru vel fram og voru vel lukkuð að flestu leyti. Mætt voru til leiks lið frá Siglufirði, Húsavík, Höfn, úr Fjarðabyggð og af Héraði.

Í  4. flokki kvenna var keppt í einum riðli, fimm lið.

fjri_flokkur_fjarabyggar_vefur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.