Hrafna Hanna vann Idol

Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir, 21 árs frá Djúpavogi, sigraði í Idol stjörnuleit en úrslitin fóru fram í Smáralind í gær.

 

Lesa meira

Risamót í Fjarðabyggðarhöllinni

Fjarðaálsmótin í 6. flokki drengja og stúlkna og 7 flokki (blönduðum) verða háð í Fjarðabyggðarhöllinni í dag.  Tuttugu og átta lið eru skráð til leiks, sem þýðir að um 280 krakkar taka þátt og með þeim er fjöldinn allur af foreldrum. Mótið er væntanlega eitt það allra fjölmennasta sem fram hefur farið á Austurlandi í knattspyrnunni og búist við gríðarmikilli stemningu í Höllinni í dag. 
Þátttökuliðin koma frá Fjarðabyggð, Höfn, Djúpavogi, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Þórshöfn og frá Akureyri.

lmf00491.jpg

Sýningaropnun í Dalatangavita

Listahátíð í Reykjavík 2009 stendur  að óhefðbundinni listsýningu í fjórum vitum hringinn í kring um landið, einum í hverjum landsfjórðungi. Myndlistarmönnum var boðið að setja upp verk sín í vitunum, sem verða opnir ferðalöngum fram yfir verslunarmannahelgi. Um er að ræða Dalatangavita, Garðskagavita, Bjargtangavita og Kópaskersvita. Listamaðurinn Unnar Örn sýnir á Austurlandi og opnar sýning hans í Dalatangavita í dag.

dalatangi.jpg

Lesa meira

Banaslys í Fáskrúðsfirði

Banaslys varð á þjóðvegi 92 í sunnanverðum botni Fáskrúðsfjarðar í morgun þegar bifreið var ekið út af veginum.

Einn maður lést og annar var fluttur á sjúkrahús. Slysið var skammt sunnan við brúna yfir Dalsá, nærri bænum Tungu.

Lögreglan á Eskifirði vill ekki greina nánar frá málinu fyrr en líður á daginn. Bænastund verður í Fáskrúðsfjarðarkirkju klukkan 18.

290 keppa á fimleikamóti í dag

Í dag verður síðasta fimleikamót vetrarins í 1. deild Fimleikasambands Íslands haldið á Egilsstöðum.  Aðkomufólk er á fjórða hundrað talsins og keppendur um þrjú hundruð að meðtöldum keppendum fimleikadeildar Hattar.  Auður Vala Gunnarsdóttir segir mótið verða eitt af þeim glæsilegri á þessum fimleikavetri sem nú er senn á enda. Mörg af bestu liðum landsins séu komin til mótsins.

Níu til tólf ára fimleikakrakkar keppa frá kl. 09:45 til 11:35. Milli kl. 13:05 og 14:25 keppa fimmtán ára og eldri og frá 16:45 til 18:50 spreyta sig 2. flokkur í hringjum og 3. flokkur unginga.

 

 55 keppendur eru frá Fimleikadeild Hattar en alls eru keppendur 290. Úrslit má sjá á vefsíðu Fimleikasambands Íslands.

fimleikar.jpg

Lesa meira

Etja kappi við Gróttu í dag

Í dag fer fram fyrsti leikur sameiginlegs liðs Fjarðabyggðar / Leiknis / Hugins á Íslandsmóti í 2. flokki karla. Leikið verður í Fjarðabyggðarhöllinni á móti Gróttu og hefst leikurinn kl. 13.

ftbolti.jpg

Leika gegn Haukum að Ásvöllum í dag

Karlalið Fjarðabyggðar leikur í dag við Hauka að Ásvöllum og hefst leikurinn kl. 14. Haukaliðið vann sinn fyrsta leik 2-0 gegn Leikni R. fyrir nokkrum dögum og er spáð um miðja deild í sumar. Liðin gerðu 2-2 jafntefli á Norðfjarðarvelli árið 2008 en Fjarðabyggð vann leikinn í Hafnarfirði 4-2.

219082_218_preview.jpg

Atvinnumálafundur kl. 15

Fundur um atvinnumál og nýsköpun verður haldinn á Hótel Héraði í dag klukkan þrjú. Það eru Vísindagarðurinn ehf. og atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs sem boða til fundarins. Yfirskrift hans er „Hver er staðan og hverjar eru horfunar í atvinnulífinu? Hvar liggja ný atvinnutækifæri og hvernig á að skapa þau?" Tveir framsögumenn verða á fundinum;  Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, fjallar um nýsköpun í atvinnulífinu og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins flytur erindi um horfurnar í atvinnulífinu.

fljtsdalshra_bjarmerki.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.