Góðar gjafir til VA

Opið hús var hjá Verkmenntaskóla Austurlands fyrir verðandi nemendur og foreldra í gær. Alcoa Fjarðaál, Vélsmiðja Hjalta og Launafl unnu að því í vetur að útvega skólanum tæki sem vantað hafa fyrir kennslu á málmiðnbraut. Fyrirtækin afhentu skólanum tæki fyrir vökva- og stýratæknikennslu og væntanleg eru tæki sem nýtast munu á rafiðnbraut. Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari VA, segir gjafirnar gríðarlegan styrk fyrir skólann og að tækin muni gera alla kennslu nútímavænni og veita nemendum betri undirbúning fyrir störf þeirra í atvinnulífinu í framtíðinni.

sdc10199.jpg

Lesa meira

Verðlaunaferð til Kaupmannahafnar

8. bekkur Grunnskóla Reyðarfjarðar bar sigur úr býtum í samkeppninni Reyklaus bekkur 2009 sem haldin er ár hvert á vegum Lýðheilsustöðvar. Verkefni þeirra samanstóð af veggmyndum, borðspili sem heitir No smoking, bókamerkjum og vinnustaðafræðslu. Vinnustaðafræðslan fór fram í  matsal Alcoa þar sem krakkarnir sýndu veggmyndir sínar, fluttu fyrirlestra með glærusýningum og dreifðu bókamerkjum.

pe0064340.jpg

Lesa meira

Svartfugl á hlaðvarpi RUV

Hinn 18. maí voru liðin 120 ár frá því Gunnar Gunnarsson skáld fæddist á Valþjófsstað í Fljótsdal. Af því tilefni hafa Útvarpið, Gunnarsstofnun og erfingjar Magnúsar Ásgeirssonar þýðanda tekið höndum saman um að gera eitt af þekktustu verkum Gunnars aðgengilegt á hlaðvarpi RUV.

gunnar_gunnarsson.jpg

Lesa meira

Dávaldur á Norðfirði

Á morgun, uppstigningardag, verður á dagskrá Rásar 1 þátturinn „Dávaldurinn í þorpinu“ í umsjón Jóns Knúts Ásmundssonar. Í þættinum er fjallað um komu hins dularfulla dávalds, Martin Sommers, til Norðfjarðar haustið 1955 en um þennan atburð skrifaði Jónas Árnason, annar og annars konar dávaldur, smásöguna Mr. Sommers sem birtist í bókinni Veturnóttakyrrum árið 1957. Í þættinum er jafnframt fjallað um rithöfundinn og blaðamanninn Jónas Árnason sem stundum hefur fallið í skuggann af leikskáldinu og textahöfundinum Jónasi. Meðal þeirra sem rætt er við eru Kristján Jóhann Jónsson bókmenntafræðingur og Óskar heitinn Björnsson frá Norðfirði. Viðtalið við Óskar var tekið í fyrrahaust en hann var fyrirmynd Grímsa, einnar aðalsöguhetju sögunnar um Mr. Sommers og óhætt er að segja að hann fari á kostum. Þá leikles Sigurður Ingólfsson hluta sögunnar og leikin er tónlist eftir tónskáldið Erik Satie og blúsjöfurinn Skip James. Þátturinn hefst klukkan 13.ruv.jpg

Dagur barnsins haldinn hátíðlegur 24. maí

Haldið verður upp á dag barnsins 24. maí næstkomandi í annað sinn á Íslandi en ríkisstjórn Íslands ákvað í fyrra að dagur barnsins skyldi haldinn hátíðlegur ár hvert. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á börnum í samfélaginu, leyfa röddum þeirra að hljóma, koma málefnum barna á framfæri og styrkja samveru barna og fullorðinna. Sameinuðu þjóðirnar hafa frá árinu 1954 helgað 20. nóvember alþjóðlegum degi barna en hér á landi var ákveðið að velja deginum stað í vorbirtunni.

vintta.jpg

Lesa meira

Áhyggjur af niðurskurði til björgunarmála

Slysavarnafélagið Landsbjörg lýsir þungum áhyggjum af þeim niðurskurði á fjármagni sem ætlað er til reksturs stofnana er sinna öryggis- löggæslu- og björgunarmálum á landinu. Ætla má að slíkur niðurskurður muni valda því að leitað verði í auknu mæli til aðildareininga félagsins sem reknar eru af sjálfsaflafé og hafa orðið fyrir verulegum samdrætti á tekjum í kjölfar þess efnahagsástands er ríkir. Þetta kom fram í ályktun sem landsþing félagsins sendi frá sér um síðustu helgi.482830b.jpg

Lesa meira

Sjö tilboð í rofvarnir við Hálslón

Sjö tilboð bárust Landsvirkjun í rofvarnir við Hálslón og viðhald vega á Kárahnjúkasvæðinu. Tilboðin voru opnuð á mánudag. Kostnaðaráætlun nam 21,6 milljónum króna og voru þrjú tilboðanna lægri en sú upphæð. Vökvavélar ehf. buðu rúmlega 16,8 milljónir, ÞS Verktakar buðu tæpar 19,9 milljónir og Héraðsfjörður 20,8 milljónir króna. Hæsta tilboðið kom frá Stefáni Einarssyni ehf. og nam rúmlega 29,6 milljónum.

landsvirkjun.jpg

Lesa meira

Tónleikar í kvöld

Í kvöld verður í Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðarbyggðar söngskemmtan sem allir ættu að geta haft gaman af. Þá koma fram Kór Reyðarfjarðarkirkju, Englakór grunnskólans og Stigamenn. Stjórnandi er Gillian Hayworth og undirleikari Daníel Arason. Aðgangur er ókeypis og kaffiveitingar í boði. Tónleikarnir hefjast á Eskifirði kl. 20.

tnlist2.jpg

Ályktun Fjarðabyggðar um fiskveiðistjórnunarkerfið

,,Núgildandi fiskveiðistjórnunarkerfi hefur fært samfélagi og sjávarútvegi á Íslandi margvíslegan ávinning og leitt til umbóta í greininni. Sjávarútvegurinn er samkeppnisfær á alþjóðlegum mörkuðum og aðstæður í greininni eru fyrirsjáanlegri, starfsöryggi mun meira og störf betur launuð en fyrir daga þess. Fjarðabyggð hefur byggst upp með öflugum sjávarútvegi og þar eru  rekin sterk sjávarútvegsfyrirtæki, sem m.a. hafa aflað þjóðinni veiðireynslu á nýjum tegundum eins og kolmunna og norsk-íslenskri síld. Fyrirtækin hafa lagað sig að því umhverfi sem þeim var búið með núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, þróað vinnslueiningar í landi og aðlagað skipastól sinn að þeim heimildum sem þau hafa úr að spila,“ segir í ályktun sem bæjarráð Fjarðabyggðar sendi frá sér í dag.

fjaragbyggarlg.jpg

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.