Orkumálinn 2024

Afhenti undirskriftalista

Emil Thorarensen á Eskifirði gekk á fund heilbrigðisráðherra 2. júní og afhenti honum undirskriftarlista frá íbúum Fjarðabyggðar vegna málefna Heilbrigðisstofnunar Austurlands og yfirlæknis heilsugæslu Fjarðabyggðar.

hannes_sigmarsson_jpg_280x800_q95.jpg

Lesa meira

Skipasmiðir þyrptust í Hamar

Í tilefni af sjómannadeginum, þá bauð vélsmiðjan Hamar ehf. á Eskifirði, krökkum að koma og smíða báta á verkstæði fyrirtækisins á Eskifirði sem er eitt af fimm vélsmiðjum sem Hamar ehf rekur um landið. Um 30 krakkar komu og margir bátar voru smíðaðir. Margir góðir skipasmiðir voru í hópnum og örugglega verðandi sjómenn og útgerðarmenn.

hamar.jpg

Lesa meira

Áhyggjur af gróðurbrunum á Héraði

Baldur Pálsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum á Héraði, segist hafa sívaxandi áhyggjur af gróðurbrunum á Héraði. Slökkvilið hefur seinustu tvær vikur verið kallað tvisvar út vegna sinubruna á svæðinu.

 

Lesa meira

Virkjum landið og miðin

Næsta málþing Landsbyggðarinnar lifi, nú í samvinnu við Framfarafélag Fljótsdalshérað, undir kjörorðinu ,,Farsæld til framtíðar“ verður haldið á Möðrudal á Fjöllum, fimmtudaginn 11. júní kl. 15.

Undirtitill þessa þings verður ,,Virkjum landið og miðin“ þar sem hvers konar auðlindanýting og framleiðslustjórn grunnatvinnugreinanna til lands og sjávar verða meðal umræðuefna.

framfaraflag.jpg

 

Lesa meira

Sjóarasigur á ÍR

Fjarðabyggð vann ÍR 4-3 í æsilegum leik á Eskifjarðarvelli á föstudagskvöld. Þjálfari Fjarðabyggðar sagði að það hefði verið ólöglegt að tapa fyrir Breiðholtsliði í upphafi sjómannadagshelgar. Fleiri leikir voru spilaðir um helgina.

Lesa meira

Sameiningarmálin reifuð

Fulltrúar sveitarfélaganna Djúpavogshrepps og Fljótsdalshéraðs áttu sl. þriðjudag fund með samgönguráðherra og fleiri fulltrúum samgönguráðuneytisins á Egilsstöðum. Fundarefnið var hugsanleg sameining sveitarfélaganna sem nú er til athugunar.

sameiningarml_rdd.jpg

Lesa meira

Vannært fé og hræ í fjárhúsunum

Ábúendur á Stórhól í Álftafirði brutu reglur um meðferð búfjár. Féð var vannært og skepnur sem drápust á sauðburði voru enn í fjárhúsunum.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.