Orkumálinn 2024

Hlaut hvatningarverðlaun TAK

Tengslanet austfirskra kvenna veitti Hrafnhildi Mjöll Geirsdóttur, eiganda fyrirtækisins Hrefnuberja og jurta, hvatningarverðlaun TAK á aðalfundi sínum nýverið. Hrafnhildur Mjöll er þriðja konan sem hlýtur verðlaunin, en þau eru veitt konum sem þykja hafa sýnt frumkvæði og áræðni í atvinnulífi, menningu og samfélagi. Hrafnhildur Mjöll hóf að markaðssetja íslensk og frönsk ber í sultum og hlaupi fyrir nokkru og selur nú afurðir sínar í völdum gæðaverslunum um land allt undir merkinu Hrefnuber og jurtir.

hrefnuber_1_vefur.jpg

Lesa meira

Sparkað í gang á Borgarfirði

Á morgun verður vígður á Borgarfirði eystra yfirbyggður fótboltavöllur, sem gengur undir nafninu Sparkhöllin. Um er að ræða sparkvöll sem KSÍ stóð að, en með yfirbyggðri skemmu sem sveitarstjórn Borgarfjarðarhrepps lét byggja. Sparkhöllin verður vígð við formlega viðhöfn, þar sem oddviti Borgarfjarðarhrepps, framkvæmdastjóri UÍA og fulltrúi frá KSÍ flytja ávörp. Ætla skólabörn að syngja við vígsluna og hljómsveitin Hinir borgfirsku geimgrísir, með Magna Ásgeirsson innanborðs, troða upp. Að því búnu keppa börn við fullorðna á vellinum og fyrstu leikur upphafsmóts hallarinnar fer fram.

sparkhll_borgarfiri.jpg

Nunnuklaustur á Egilsstöðum

Stofna á nunnuklaustur að Lagarási 18 á Egilsstöðum, þar sem Lyfja er nú til húsa. Apótekið mun flytja í 150 fermetra húsnæði hjá Samkaupum við Kaupvang á Egilsstöðum seint í haust. Lyfja selur nú húsið að Lagarási og rýmir íbúð á efri hæð innan þriggja mánaða, en verslunarpláss innan sex mánaða, samkvæmt upplýsingum frá lyfsalanum, Öddu Birnu Hjálmarsdóttur. Gert er ráð fyrir íbúðarherbergjum fyrir nunnur á efri hæð og í kjallara hússins á Lagarási, en kirkju og kaffiaðstöðu á jarðhæð. Aðeins eitt nunnuklaustur er nú starfrækt á Íslandi, en það er Karmel-klaustrið í Hafnarfirði, sem stofnað var á haustdögum 1940.index_cinese.jpg

Lesa meira

Kona sótt að Dyrfjöllum

Á miðvikudagskvöld sótti björgunarsveitin Sveinungi á Borgarfirði slasaða konu að Dyrfjöllum Borgarfjarðarmegin. Konan er þýsk og var talin vera fótbrotin. Hún var borin á börum til byggða. Björgunaraðgerðin tók um tvær klukkustundir.

dyrfjll_vefur.jpg

Lesa meira

Brambolt í Sláturhúsinu

Það er mikið um að vera í Sláturhúsinu, menningarmiðstöð á Egilsstöðum, næstu dagana. Þar má t.d. nefna leiklistarstarf með vinnuskólanum, heilsudaga, harmónikkutónleika, rokktónleika, leikhús og listsýningu fílefldra karlmanna.

slturhs__egilsstum_vefur.jpg

 

Lesa meira

Tvöföld opnun í Skaftfelli

Tvöföld sýningaropnun verður Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Austurlandi, á laugardag kl. 16. Þann 10. til 19. júní næstkomandi munu Hiryczuk og van Oevelen sýna sviðsettar ljósmyndir í verkefnarými Skaftfells. Sýninguna nefna þau ,,Senur fengnar að láni”, en þar fást þau við samband fólks við umhverfi sitt og sýna það í þokkafullri fjarvídd myndavélarinnar. Hiryczuk og van Oevelen búa og starfa á Seyðisfirði um þessar mundir. Sýningin opnar formlega á laugardag og um leið opnar sýning Mörtu Maríu Jónsdóttur á Vesturveggnum í Skaftfelli. Sú sýning stendur til 25. júní.

borrowed_sceneries-skaftfellvefur.jpg

Lesa meira

Matvælastofnun kærir ábúendur fyrir illan aðbúnað

Matvælastofnun kærði í gær ábúendur á Stórhóli í Álftafirði til lögreglu í umdæmi sýslumannsins á Eskifirði fyrir illan aðbúnað sauðfjár á bænum og vanfóðrun þess. Lengi hafa verið áhyggjur af ástandi búfjár á bænum en um síðustu mánaðarmót gerðu héraðsdýralæknir og búfjáreftirlitsmaður miklar athugasemdir við ástand fjárins og umhirðu. Kæra Matvælastofnunar er byggð á skýrslu héraðsdýralæknis og tekur Sýslumannsembættið á Eskifirði ákvörðun um hvort lögð verður fram kæra í málinu.

kind.jpg

 

Lesa meira

Verðmætarýrnun vegna galla í saltfiskafurðum

AVS-sjóðurinn, rannsóknasjóður í sjávarútvegi, hefur ákveðið að styrkja verkefni til rannsókna á gulumyndun í saltfiskafurðum sem valdið hefur umtalsverðri rýrnun í útflutningsverðmætum.

saltfiskur.jpg

Lesa meira

Marningur verður að flökum

Með því að vinna fiskmarning og gera hann hæfan til að nota í sprautuvélar er hægt að sprauta honum inn í flök og gera marninginn að hluta af dýrari afurð um leið og magn flaka eykst. Á vefsíðu AVS, rannsóknasjóðs í sjávarútvegi, segir frá þessu verkefni sem unnið var af Matís ohf. í samstarfi við Síldarvinnsluna hf. í Neskaupstað og Iceprotein ehf.

marningur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.