Nú er hægt að hringja í skóginn

Skógrækt ríkisins tók upp á þeirri nýbreytni í byrjun júnímánaðar að bjóða gestum þjóðskóganna upp á skemmtilega viðbót við kyrrðina, fuglasönginn og þytinn í trjánum. Við stíga í skógunum standa nú staurar með símanúmeri sem hægt er að hringja í og hlusta á fróðleik eða skemmtun tengda umhverfinu.

oldphone.jpg

Lesa meira

BsA óttast skaðleg áhrif Stórhólsmáls

Stjórn Búnaðarsambands Austurlands hvetur sveitarfélög til að draga lærdóm af máli Stórhóls í Álftafirði og beita hörðum viðurlögum, miklu fyrr en raun bar vitni. Í ályktun sambandsins frá því í gær segir að heimildir búfjáreftirlits og dýralækna séu takmarkaðar og skaðinn  mikill þegar svona sé komið. Stjórnin óttist áhrif slíkra mála á ímynd dilkakjötsframleiðslu bæði innanlands og utan, því nú á tímum ljósvakamiðla geti markaður skaðast um allan heim vegna fréttaflutnings eins og þessa. Jafnframt óskar stjórnin þess að Djúpavogshreppur og  Matvælastofnun sjái  til þess að málum verði komið í fullkomlega ásættanlegt ástand strax eða viðkomandi gert að hætta búskap ella.

Lesa meira

Dugnaðarforkur í Nesskóla

Björg Þorvaldsdóttir, deildarstjóri sérkennslu í Nesskóla í Neskaupstað, hlaut verðlaunin Dugnaðarforkur Heimilis og skóla á dögunum. Var hún ein þriggja sem hlaut slík verðlaun á landsvísu. Björg var tilnefnd af foreldrafélagi Nesskóla. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra afhenti verðlaunin. 38 tilnefningar bárust til foreldraverðlaunanna að þessu sinni og voru 34 verkefni tilnefnd.

bjor_thorvaldsdottir_nesskola.jpg

Lesa meira

Gróðursaga Héraðs í meistaraprófsfyrirlestri

Sverrir Aðalsteinn Jónsson flutti 5. júní fyrirlestur til meistaraprófs í jarðfræði við Háskóla Íslands. Fjallaði fyrirlesturinn um gróðurfarslega sögu Fljótsdalshéraðs síðustu tvö þúsund árin.

Megintilgangur rannsóknar þeirrar sem fyrirlesturinn byggir á var að afla gagna sem gætu skýrt gróðurfarssögu Fljóts­dalshéraðs síðastliðin 2000 ár og kanna orsakir hnignunar skóga héraðsins. Áhrif mannsins virðast hafa skipt sköpum hvað varðar ástand skógarins eftir landnám en verðurfar virðist hafa haft minni áhrif. Leiðbeinendur voru Ólafur Ingólfsson, prófessor og dr. Ólafur Eggertsson og prófdómari var Egill Erlendsson.

hi_2.jpg

 

Fjarlægi bílhræ úr Breiðdalsheiði

Vegfarandi hafði samband við blaðið og sagði frá því að illa útleikið bílhræ sé skammt utan vegar í Breiðdalsheiðinni Héraðsmegin, skammt ofan Axarafleggjara. Hann segir líta út fyrir að menn séu að aka fram á alvarlegt bílslys og bregði því við, en raunin sé sú að bíllinn sé búinn að standa þarna í næstum hálft ár. Enginn virðist sýna tilburði til að fjarlægja hann, hvorki eigandi né yfirvöld. Bíllinn er illa leikinn, beyglaður, dekkjalaus og allar rúður mölvaðar úr. Vegfarandinn vildi skora á þar til bær yfirvöld að gangast fyrir því nú þegar að bíllinn verði fjarlægður.

bll_vefur_3.jpg

Landamerki Teigarhorns og Búlandsness staðfest

Hæstiréttur hefur staðfest ársgamlan dóm Héraðsdóm Austurlands um landamerki jarðanna Teigarhorns og Búlandsness í Djúpavogshreppi. Teigarhorn er í einkaeign en Djúpavogshreppur ræður Búlandsnesi. Eigendur á Teigarhorni hófu að girða við landamerki sem talin voru réttmæt, en Djúpavogshreppur fékk lögbann á framkvæmdina og lét dómtaka úrskurð um lögmæt landamerki. Bar landamerkjabréfum jarðanna þannig ekki saman. Dómur taldi landamerkjabréf Búlandsness gildara þar sem það er yngra og eru því landamerki staðfest samkvæmt því.

gamalt_kort.jpg

 

Svæðisráð foreldrafélaga í Fjarðabyggð stofnað

28. maí var formlegur stofnfundur Fjarðaforeldra, sem er svæðisráð foreldrafélaga grunnskólanna í Fjarðabyggð. Stjórnarmenn eru tíu talsins, tveir foreldrar frá hverjum grunnskóla í Fjarðabyggð, annar úr foreldrafélaginu og hinn úr skólaráðinu. Þóroddur Helgason fræðslustjóri í Fjarðabyggð var foreldrafélögunum innan handar við stofnun ráðsins.

04_36_9---coloured-pencils_web.jpg

Lesa meira

Embættisfærsla aftur til ríkissaksóknara

Ríkisendurskoðun hefur lokið athugun á embættisfærslu yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar og vísaði í kjölfarið máli hans aftur til ríkissaksóknara til frekari meðferðar. Ríkissaksóknari hafði áður hafði vísað því frá, líkt og lögregluembættið á Eskifirði þar áður. Þá hefur Landlæknisembættið einnig lokið sínum athugunum á verklagi læknisins og gerir athugasemdir við það, en þó ekki þannig að ástæða sé til áminningar eða íþyngjandi aðgerða af hálfu embættisins.

 

Lesa meira

Hreppurinn rekinn með hagnaði

Rekstur Borgarfjarðarhrepps var jákvæður um 14 milljónir króna árið 2008. Sveitarstjórn samþykkti ársreikninga hreppsins í vikunni.

borgarfjrur2_vefur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.