Karlhormónasýning opnar á morgun

Sýningin Testosterone verður opnuð hátíðisdaginn 17. júní kl. 17 í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Þetta er samsýning fjögurra karlkyns listamanna; þeirra Eyjólfs Skúlasonar (höggmyndalist), Grétars Reynissonar (mynd- og höggmyndalist) Kormáks Mána Hafsteinssonar (ljósmyndir),  Skarphéðins G. Þórissonar (ljósmyndir) og Skarphéðins Þráinssonar (ljósmyndir).testosterone.jpg

Lesa meira

Ungt björgunarfólk safnar áheitum

Ungmenni frá ungliðadeild Björgunarsveitarinnar Héraðs ganga nú í hús hjá fyrirtækjum og einstaklinum og safna áheitum vegna fyrirhugaðrar göngu upp á Kárahnjúk, Þeim hafði ekki orðið mikið ágengt þegar þau knúðu dyra hjá Austurglugganum, en hafa ber í huga að innan tíðar verður það þetta unga fólk sem stendur upp frá því sem það er að gera í hvaða aðstæðum sem vera kann og fer til leitar og björgunar þeim sem á þurfa að halda og oft við erfiðustu aðstæður.

bjrgunarsveitir.jpg

Sprengja úr El Grillo gerð óvirk

Í dag fannst sprengja í flaki skipsins El Grillo á botni Seyðisfjarðar. Hún fannst þegar kafarar fóru niður að flakinu til að sækja þangað hluta af fallbyssu sem til stendur að gera upp. Menn úr sprengjudeild Landhelgisgæslu Íslands koma væntanlega til Seyðisfjarðar á morgun til að gera sprengjuna óvirka. Nokkur fjöldi sprengja hefur fundist í og við El Grillo gegnum tíðina.

el_grillo_wreck_iceland.jpg

Lesa meira

Náttúrumæraskrá Héraðs á vefnum

Meðal þeirra gagna sem byggt var á við mótun aðalskipulags fyrir Fljótsdalshérað er gríðarlega umfangsmikið ritverk sem Helgi Hallgrímsson, náttúrufræðingur á Egilsstöðum, hefur tekið saman og hann nefnir Náttúrumæraskrá. Þar lýsir Helgi landslagi og örnefnum á rúmlega 600 stöðum og svæðum auk annarra atriða í náttúrufari Fljótsdalshéraðs, svo sem plöntum, fuglum og fiskum. Náttúrumæraskráin er aðgengileg gegnum vef Fljótsdalshéraðs, www.fljotsdalsherad.is. 

nttrumraskr.jpg

Lesa meira

Lítill árangur af síldarleit á Jan Mayensvæðinu

Nokkur íslensk skip hafa að undanförnu leitað að síld í veiðanlegu magni á Jan Mayensvæðinu en árangurinn af leitinni hefur verið lítill. Meðal skipanna, sem fóru norður undir Jan Mayen, var Lundey NS. Afla skipsins, um 80 tonnum, var landað á Vopnafirði sl. laugardag þar sem hann fór til vinnslu.

lundey_vefur.jpg

Lesa meira

Hafnar fyrningu aflaheimilda

Bæjarstjórn Hornafjarðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þeirra óvissu kominn er upp í rekstri fyrirtækja í sjávarútvegi á Hornfirði. Nú þegar hefur ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fara svokallaða fyrningarleið á úthlutuðum kvóta valdið fyrirtækjum skaða og sett rekstur þeirra í uppnám. Auk sjávarútvegsfyrirtækja hefur þetta mikil áhrif á nýsköpun og þau fyrirtæki sem hafa atvinnu af þjónustu við sjávarútveginn.

Lesa meira

Mikilvægt að Norðurlandaþjóðir hafi sterka rödd í Evrópusamstarfinu

Á fundi norrænu forsætisráðherranna á Egilstöðum 14. júní gerði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra grein fyrir því að Alþingi Íslendinga hefði nú til umfjöllunar tillögu til þingsályktunar um umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Tillagan gerði ráð fyrir því að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Forsætisráðherra kvaðst vonast til þess að tillagan yrði samþykkt og óskaði eftir stuðningi og góðum ráðum norrænu ESB-ríkjanna í því ferli sem þá tæki við. Forsætisráðherrar norrænu Evrópusambandsþjóðanna fögnuðu þessum áformum og buðu Íslendinga velkomna í Evrópusamstarfið.

evrpusambandi.jpg

Lesa meira

ESB málin í brennidepli

 

Á blaðamannafundi forsætisráðherra Norðurlandaþjóðanna, sem haldinn var á Egilsstöðum í morgun, sagði Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, að vissulega  hefði það áhrif á umsóknarferli Íslendinga í Evrópusambandið hversu miklar undanþágur og sérákvæði væri farið fram á. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Íslendinga sagðist hafa fulla trú á að Alþingi samþykki stjórnartillögu um aðildarviðræður við ESB.

rherrar_vi_gistihsi_vefur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.