Orkumálinn 2024

Nýr forstöðumaður bókasafnsins í Neskaupstað

Nýr forstöðumaður bókasafnsins í Neskaupstað, Óskar Þór Þráinsson, hefur hafið störf. Óskar Þór er nýfluttur á Norðfjörð og mun sjá um rekstur almenningsbókasafnsins í Neskaupstað og Skólabókasafns Nesskóla. Óskar Þór er bókasafns- og upplýsingafræðingur og hefur starfað á sviði skjalastjórnunar og upplýsingaþjónustu undanfarið ár en hefur mikla reynslu og þekkingu á bókmenntum, þjónustu, rafrænum miðlum og upplýsingatækni. Óskar Þór býður bæjarbúa og sveitamenn á öllum aldri velkomna á bókasafnið og kallar eftir óskum og hugmyndum, nú eða bara spjalli yfir kaffibolla.

skar_r_rinsson_bkasafn.jpg

Góðar horfur í sölu síldarafurða

Góðar horfur eru á mörkuðum fyrir síldarafurðir nú í upphafi veiða á norsk-íslensku síldinni, að því er Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, sagði í samtali við Fiskifréttir í gær. Mikil áhersla er lögð á síld til manneldis. Hjá Síldarvinnslunni eru aðallega frystir flapsar fyrir Austur- Evrópumarkað. Gunnþór sagði að síldin seldist ágætlega þrátt fyrir efnahagsþrengingar margra ríkja í austri enda væri síldin ódýr vara. Verð á frosinni síld hefur verið nokkuð stöðugt í erlendri mynt en hefur þó heldur hækkað. Skilaverð er í kringum 900-1.100 dollarar á tonnið. Gott verð á bræðsluafurðum.

sldarvinnslan_vefur.jpg

Lesa meira

Náttúrumæraskrá Héraðs á vefnum

Meðal þeirra gagna sem byggt var á við mótun aðalskipulags fyrir Fljótsdalshérað er gríðarlega umfangsmikið ritverk sem Helgi Hallgrímsson, náttúrufræðingur á Egilsstöðum, hefur tekið saman og hann nefnir Náttúrumæraskrá. Þar lýsir Helgi landslagi og örnefnum á rúmlega 600 stöðum og svæðum auk annarra atriða í náttúrufari Fljótsdalshéraðs, svo sem plöntum, fuglum og fiskum. Náttúrumæraskráin er aðgengileg gegnum vef Fljótsdalshéraðs, www.fljotsdalsherad.is. 

nttrumraskr.jpg

Lesa meira

Nýtt vatnsból fyrir kalt vatn

Fyrir nokkru lauk lauk tilraunaborunum á Fagradal á Fljótsdalshéraði, sem leiddu til þess að þar fannst mikið af afar góðu neysluvatni. Gæði neysluvatns í þéttbýli sveitarfélagsins, sérstaklega í Fellabæ, hafa ekki verið í nógu góðu lagi. Hitaveita Egilsstaða og Fella, sem jafnframt fer með neysluvatnsmálin, vinnur nú að undirbúningi framkvæmda sem gert er ráð er fyrir að hefjist síðla sumars.
hef.jpg

Lesa meira

Helga Jónsdóttir fékk fálkaorðuna

Helga Jónsdóttir, bæjarstýra í Fjarðabyggð, var meðal þeirra tíu sem í dag fengu fálkaorðuna. Orðan var afhent af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Helga hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til opinberrar stjórnsýslu.

Urður María meðal afburðanemenda

Urður María Sigurðardóttir, frá Hornafiðri, var meðal þeirra ellefu sem í dag fengu styrku úr afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands.

 

Lesa meira

Karlhormónasýning opnar á morgun

Sýningin Testosterone verður opnuð hátíðisdaginn 17. júní kl. 17 í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Þetta er samsýning fjögurra karlkyns listamanna; þeirra Eyjólfs Skúlasonar (höggmyndalist), Grétars Reynissonar (mynd- og höggmyndalist) Kormáks Mána Hafsteinssonar (ljósmyndir),  Skarphéðins G. Þórissonar (ljósmyndir) og Skarphéðins Þráinssonar (ljósmyndir).testosterone.jpg

Lesa meira

Ungt björgunarfólk safnar áheitum

Ungmenni frá ungliðadeild Björgunarsveitarinnar Héraðs ganga nú í hús hjá fyrirtækjum og einstaklinum og safna áheitum vegna fyrirhugaðrar göngu upp á Kárahnjúk, Þeim hafði ekki orðið mikið ágengt þegar þau knúðu dyra hjá Austurglugganum, en hafa ber í huga að innan tíðar verður það þetta unga fólk sem stendur upp frá því sem það er að gera í hvaða aðstæðum sem vera kann og fer til leitar og björgunar þeim sem á þurfa að halda og oft við erfiðustu aðstæður.

bjrgunarsveitir.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.