Þrír gististaðir í viðbót

 

Gistiframboð hefur nú aukist enn frekar á Seyðisfirði. Þannig hefur nú opnað Gistiheimilið Norðursíld norðan og utanvert í Seyðisfirði og að Austurvegi 17 er íbúð til útleigu fyrir fjölskyldur, einstaklinga eða litla hópa. Þá býður Skálinn sf. upp á heimagistingu í bænum. Fyrir eru m.a. Hótel Aldan, Farfuglaheimilið Hafaldan og Skálanes.

seyisfjrur.jpg

Lesa meira

800 tonn af færiböndum urðuð

Umhverfisstofnun hefur gefið leyfi til að um 800 tonn af færiböndum úr aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar verði urðuð. Impregilo notaði tugkílómetra löng færiböndin til að flytja grjót frá Robbins borunum sem notaðir voru til að heilbora megnið af gangakerfi virkjunarinnar. Á að urða færiböndin, sem tekur minnst fjörtíu stóra bíla til að flytja, á urðunarstað Fljótsdalshéraðs að Tjarnarlandi.

krahnjkar_friband.jpg

Lesa meira

Maður féll niður í lest á skipi

Maður féll ofan í lest á Bjarna Ólafssyni AK í Neskaupstað um hálfsjöleytið í morgun. Verið var að landa úr skipinu og missti maðurinn meðvitund er hann var á leið upp úr lestinni. Hann féll aftur fyrir sig ofan í lestina. Menn sem unnu á staðnum höfðu snarar hendur og náðu honum upp. Hann hlaut minni háttar áverka á höfði og komst fljótt til meðvitundar. Líklegt þykir að liðið hafi yfir manninn vegna loftleysis í lestinni. Lögreglan á Eskifirði rannsakar málið.

svn3.jpg

Lesa meira

Rákust saman í þoku

Skip Síldarvinnslunar í Neskaupstað, Birtingur og Súla, rákust saman í svartaþoku á miðunum austan af landinu í vikunni. Súlan skemmdist talsvert, en verið er að meta þær. Engin slys urðu á mönnum.

oka.jpg

Nýtt nótaverkstæði á Eskifirði

 Egersund á Íslandi hefur opnað nýtt nótaverkstæði á Eskifirði. Byggingaframkvæmdir hafa tekið tíu mánuði . Fyrirtækið verður með netaverkstæði og veiðarfæraframleiðslu. Einnig verður hægt að hýsa veiðarfæri við góðar aðstæður. Fljótlega verður byrjað að framleiða þann hluta veiðarfæra sem áður þurfti að fá frá móðurfyrirtækinu í Noregi. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að þegar starfsemin verði komin á skrið muni stöðugildum hjá Egersund fjölga, en nú starfa tólf manns hjá fyrirtækinu á Eskifirði.

egersund.jpg

Lesa meira

Annar látinn og hinn mikið slasaður

Annar tveggja manna um borð í einkaflugvélinni sem brotlenti á Vopnafirði í dag lést í slysinu. Hinn var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur mikið slasaður. Rannsóknarnefnd flugslysa og lögregla í umdæmi sýslumannsins á Eskifirði fara með rannsókn málsins.

 

Lesa meira

Gatnagerð í þéttbýli Fjarðabyggðar

Nú standa yfir endurbætur á þjóðvegum í þéttbýli á Eskifirði, Neskaupstað og Reyðarfirði. Eru það einkum malbiksframkvæmdir og stærsti þáttur þeirra á þjóðbrautinni gegnum Neskaupstað. Er þar um að ræða vegkafla frá gamla frystihúsinu að Mána og frá Netagerðinni að Olís.  Einnig er verið að lagfæra skemmdir vegna framkvæmda á vegum RARIK og Mílu,í götum og á gangstéttum.

fjarabygg_gatnaframkvmdir.jpg

Lesa meira

Kátir dagar á Þórshöfn

Undirbúningur Kátra daga á Þórshöfn er nú í algleymingi. Meðal skemmtilegra dagskrárliða hátíðarinnar má nefna hagyrðingakvöld 17. júlí í Þórsveri. Þar leiða saman hesta sína þeir Jóhannes Sigfússon á Gunnarsstöðum, Pétur Pétursson á Akureyri, Jónas Friðrik Guðnason á Raufarhöfn og Árni Jónsson á Fremstafelli. Stjórnandi verður Birgir Sveinbjörnsson. Þá verður opnuð sýning tileinkuð lífi Drauma-Jóa í Sauðaneshúsi og flutt dagskrá af sama tilefni í Sauðaneskirkju 16. júlí.

Drauma-Jóa sýningin mun standa uppi í sumar í Sauðaneshúsi, en þar er opið alla daga frá kl. 11:00 - 17:00.

saudaneshus_jph.jpg

Lesa meira

Flugslys í Vopnafirði

Lítil fjögurra manna Cessna flugvél brotlenti kl. rúmlega fjögur í dag nálægt Selá í Vopnafirði, um 13 km frá þéttbýlinu. Tveir voru um borð í vélinni. Björgunarsveitin Vopni og Slökkvilið Vopnafjarðar voru kölluð á staðinn, lögregla fór einnig frá Egilsstöðum á vettvang og þyrla Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu en var ekki send af stað. Sjúkraflugvél frá Akureyri flaug á Vopnafjörð. Engar upplýsingar liggja fyrir um afdrif þeirra sem í vélinni voru.

vopnafjordur02_baerinn.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.